Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   mán 15. nóvember 2021 09:50
Elvar Geir Magnússon
Ronaldo virtist öskuillur út í Santos
Santos nálgast Ronaldo.
Santos nálgast Ronaldo.
Mynd: EPA
Það voru senur í undankeppni HM í gær þegar Portúgal tapaði í blálokin gegn Serbíu í Lissabon. Jafntefli hefði gefið Portúgal beinan farseðil á HM í Katar en flautumark Aleksandar Mitrovic tryggði Serbum 2-1 sigur.

Serbía fer á HM en Portúgal þarf að fara í gegnum umspil til að komast á mótið.

Cristiano Ronaldo virtist algjörlega öskuillur út í Fernando Santos þjálfara portúgalska liðsins eftir leik.

Þegar Santos nálgast Ronaldo eftir leikinn byrjar Ronaldo skyndilega að öskra og gefa frá sér handabendingar. Santos tekur eldsnöggt í höndina á Ronaldo en gengur svo rakleiðis í burtu.

„Hann var að segja að í Serbíu hefði hann skorað mark í blálokin sem var dæmt af. Hann var að losa út pirring og það er eðlilegt," sagði Santos eftir leikinn.


Athugasemdir
banner
banner