Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   mán 15. nóvember 2021 17:26
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Setti Arnór á kantinn - „Sama hvað maður gerði, það var ekki að virka"
Smá hiti á milli eins og gengur og gerist en ég skildi alveg í góðu
Arnór Ingvi lék með Malmö í þrjú tímabil.
Arnór Ingvi lék með Malmö í þrjú tímabil.
Mynd: Getty Images
Jon Dahl Tomasson tók við sem þjálfari fyrir tímabilið 2020.
Jon Dahl Tomasson tók við sem þjálfari fyrir tímabilið 2020.
Mynd: EPA
Malmö er og verður alltaf í mínu hjarta og ég elska Malmö
Malmö er og verður alltaf í mínu hjarta og ég elska Malmö
Mynd: Getty Images
Þetta var svona bara, smá hiti á milli eins og gengur og gerist
Þetta var svona bara, smá hiti á milli eins og gengur og gerist
Mynd: EPA
Arnór Ingvi Traustason gekk í raðir Malmö fyrir tímabilið 2018 og var í þokkalega stóru hlutverki þegar liðið endaði í 3. sæti það tímabilið. Árið 2019 endaði Malmö í 2. sæti og var Arnór í mjög stóru hlutverki.

Eftir tímabilið 2019 urðu þjálfaraskipti og Jon Dahl Tomasson tók við af Uwe Rösler sem aðalþjálfari Malmö. Hlutverk Arnórs minnkaði tímabilið 2020 og var hann t.a.m. ónotaður varamaður í úrslitaleik bikarsins það tímabilið. Malmö stóð uppi sem sænskur meistari þetta tímabil og var Arnór í byrjunarliðinu í ellefu af þrjátíu deildarleikjum liðsins.

Sjá einnig:
Arnór Ingvi: Hef eiginlega verið farþegi

Fer einhvern veginn allt í steypu
Fótbolti.net ræddi við Arnór á laugardag og spurði hann út í síðasta tímabilið hjá Malmö.

Hvað er það sem er að gerast á þessu síðasta tímabili hjá Malmö, er eitthvað ósætti eða nýr leikmaður sem kemur inn í þína stöðu?

„Árið á undan er ég í gífurlega stóru hlutverki og við töpum titlinum á einu stigi á móti Djurgården það tímabilið. Ég stend mig mjög vel það tímabil og það er sennilega mitt besta tímabil," sagði Arnór.

„Svo verða þjálfaraskipti og Jon Dahl Tomasson kemur inn með nýjar áherslur. Covid skellur á og það fer einhvern veginn allt í steypu bara. Jon Dahl spilaði öðruvísi en þjálfarinn á undan og notaði mig öðruvísi. Það var eitthvað sem ég var ekki að búast við og þegar ég lít til baka þá hefði ég og hann getað tekið þetta einhvern veginn öðruvísi."

„Hlutverkið mitt minnkaði svakalega það árið, það voru vonbrigði og ég var ekki sáttur. Ég vildi í kjölfarið fá breytingar sem ég svo fékk."

„Þetta var svona bara, smá hiti á milli eins og gengur og gerist en ég skildi alveg í góðu. Malmö er og verður alltaf í mínu hjarta og ég elska Malmö."


„Sama hvað maður gerði, það var ekki að virka"
Malmö er með mjög gott lið, lið sem maður gengur að því vísu að sé í toppbaráttu og við toppinn. Var erfitt að yfirgefa félagið?

„Já, það var það. Við komum þarna tvö og við förum þrjú. Þetta var smá súrt að fara og á þessum nótum. Ég hefði alveg getað séð fyrir mér að skrifa undir nýjan samning en svo varð bara ekki. Það stóð til boða en ég sá það ekki gerast að ég væri að fara fá stærra hlutverk. Það var sama hvað maður gerði, það var ekki að virka. Þá er oft á tíðum betra að koma sér í nýtt umhverfi."

Ekki einstaklingur sem er að fara sóla tvo leikmenn
Færði Jon Dahl þig til inn á vellinum þegar hann kom með nýjar áherslur?

„Ég var með Uwe Rösler árið áður og þá spiluðum við 3-5-2. Ég var í áttu hlutverki „box-to-box" og fílaði það mjög mikið. Ég var svo færður í meira sóknarhlutverk, út á kant og ef einhver hefur horft á mig spila fótbolta þá er ég ekki sá einstaklingur sem er að fara sóla tvo leikmenn. Það er eru ekki mínar sterkustu hliðar."

„Ég var færður í það hlutverk en svo spilaði líka margt annað inn í að mér gekk ekki jafnvel. Það voru líka hlutir í hausnum á mér svo það er ekki bara hægt að skella skuldinni á þá [Malmö],"
sagði Arnór.

Þegar birt efni úr viðtalinu við Arnór:
Enginn í Boston veit hver Arnór er - „Eins og keisarinn sé að koma inn í klefann"
Kallið kom Arnóri á óvart - Fékk send skilaboð „hingað og þangað"
„Ekkert eðlilega heimskulegt hjá mér"
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner