Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   mán 15. nóvember 2021 16:15
Elvar Geir Magnússon
Sigurður Þórir hættir eftir 25 ára setu í formannsstól KÞÍ
Sigurður Þórir Þorsteinsson.
Sigurður Þórir Þorsteinsson.
Mynd: Fótbolti.net - Magnús Már Einarsson
Sigurður Þórir Þorsteinsson hefur látið af embætti formanns Knattspyrnuþjálfarafélag Íslands eftir 25 ára formennsku. Þetta kemur fram í tilkynningu frá KÞÍ.

Sigurður Þórir Þorsteinsson lætur af embætti formanns KÞÍ

Á aðalfundi KÞÍ í lok október var ný stjórn KÞÍ, knattspyrnuþjálfarafélags Íslands, kosin. Þar bar hæst til tíðinda að Sigurður Þórir Þorsteinsson formaður lét af formennsku eftir 25 ára setu í stóli formanns.

Sigurður Þórir hefur hefur leitt félagið síðan 1998 og var áður stjórnarmaður frá árinu 1996. Sigurður hefur unnið ótrúlega óeigingjarnt starf í þágu knattspyrnuþjálfara á íslandi. Margt hefur breyst í starfi og umgjörð þjálfara á þessum tíma og Sigurður ávallt verið á vaktinni gagnvart knattspyrnuþjálfurum hérlendis. Ný stjórn KÞÍ vill þakka Sigurði fyrir ótrúlega þrautseigju, elju og vinnusemi fyrir félagið og félagsmenn þess og vonast til að sjá hann bæði við leik og störf á vellinum og í kringum félagið um ókomin ár.

Á þessum sama tímapunkti steig Birgir Jónasson úr stjórninni. Hann hefur gegnt starfi gjaldkera ásamt því að vera þjálfurum innan handar með lögfræðileg álitaefni frá árinu 2016. Birgir hefur reynst félaginu gríðarlegur styrkur og einstakt að eiga slíkan aðila að í félaginu. Ný stjórn KÞÍ þakkar Birgi kærlega fyrir hans framlag og vonast til að geta sótt í viskubrunn fráfarandi gjaldkera þegar góð ráð vantar.

Helga Helgadóttir sem verið hefur í stjórn KÞÍ undanfarið ár ákvað svo einnig að láta staðar numið þar sem hún hefur verið kosin í stjórn KSÍ. Það er frábært fyrir þjálfarahreyfinguna að fá hana inn í stjórn KSÍ sem okkar talsmann og vonumst við eftir áfrahaldandi samstarfi í gegnum nýjan vettvang.

Fyrir hönd allra félagsmanna KÞÍ sendum við þessu sómafólki þúsund þakkir!

Stjórn KÞÍ
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner