banner
   mán 15. nóvember 2021 11:00
Elvar Geir Magnússon
Sjö af þrettán Evrópusætum á HM í Katar eru frátekin
Aleksandar Mitrovic fagnar sigurmarkinu sem tryggði Serbíu sæti á HM.
Aleksandar Mitrovic fagnar sigurmarkinu sem tryggði Serbíu sæti á HM.
Mynd: EPA
Gavi í leik með Spáni.
Gavi í leik með Spáni.
Mynd: EPA
Það verða þrettán Evrópulið á HM í Katar 2022. Tíu af þeim eru liðin sem vinna sína riðla í undankeppninni.

Belgía, Króatía, Danmörk, Frakkland, Þýskaland, Serbía og Spánn hafa þegar tryggt sér sæti á HM.

Það má reyndar segja að það séu átta lið sem séu örugg því England mun vinna I-riðilinn nema einhver ótrúlegasta atburðarás fótboltasögunnar eigi sér stað. England mætir San Marínó í kvöld.

Þá ráðast úrslitin í C-riðli í kvöld. Ítalía er í efsta sæti á betri markatölu en Sviss. Ítalía mætir Norður-Írlandi í kvöld og Sviss leikur gegn Búlgaríu.

Holland er að vinna G-riðil með tveimur stigum meira en Tyrkland og Noregur. Öll þrjú liðin eiga möguleika á að vinna riðilinn en lokaumferðin er á morgun. Holland mætir Noregi og Tyrkland leikur gegn Svartfjallalandi.

Sjá einnig:
Undankeppni HM í dag - Aðeins spenna í C-riðlinum

Umspilið - Tólf lið berjast um þrjú sæti
Tólf lið berjast um hin lausu þrjú sætin í umspili í mars, liðin tíu sem enduðu í öðru sæti í riðlunum og tvö lið sem fá sæti í gegnum góða frammistöðu í Þjóðadeildinni.

Liðin verða dregin saman í þrjár leiðir, fjögur lið í hverri, og mun sigurvegarinn í hverri leið komast á HM.

Eins og staðan er núna (það eru enn tveir leikdagar eftir af riðlakeppninni) verða Portúgal, Rússland, Sviss, Svíþjóð, Pólland og Wales í umspilinu. Einnig Skotland, Norður-Makedónía, Tyrkland, Finnland, Austurríki og Tékkland.
Athugasemdir
banner
banner
banner