Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
banner
   mán 15. nóvember 2021 21:09
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
„Þvílík tímaeyðsla sem þessi leikur er"
Kane er búinn að skora fjögur mörk.
Kane er búinn að skora fjögur mörk.
Mynd: EPA
Enska landsliðið, sem er eitt besta landslið í heimi, er þessa stundina að spila við San Marínó, sem er eitt versta fótboltalandslið í heimi.

England hefur ekki átt í neinum vandræðum í leiknum og er staðan núna 0-7 þegar um klukkutími er liðinn af leiknum. Harry Kane, fyrirliði Englands, er búinn að nýta leikinn til að bæta markafjölda sinn með landsliðinu; hann er búinn að skora fjögur mörk.

Það var augljóst fyrir leikinn hvernig hann myndi fara, hann var aldrei að fara að vera spennandi enda rosalegur gæðamunur á liðunum tveimur. Það var í raun tilgangslaust að spila hann, ef svo má segja.

„Þvílík tímaeyðsla sem þessi leikur er," skrifar James Pearce, fréttamaður The Athletic á Twitter.

Kollegi hans á The Athletic - Jack Pitt-Brooke - tekur undir þetta. „Ef þú myndir setja England á móti liði úr ensku utandeildinni, þá myndirðu fá betri leik og meiri samkeppni," skrifar hann og bætir við að það græði enginn á að spila svona leik.

Þjálfarar þeirra leikmanna sem eru að spila þennan leik fyrir enska liðið eru eflaust flestir ekki sáttir við að leikmenn þeirra spili þennan leik, en það verður samt sem áður að spila hann. England er að gulltryggja sæti sitt á HM með sigrinum.


Athugasemdir
banner
banner
banner