Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   mán 15. nóvember 2021 05:55
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Undankeppni HM í dag - Aðeins spenna í C-riðlinum
Ítalía er fyrir ofan Sviss á markatölu.
Ítalía er fyrir ofan Sviss á markatölu.
Mynd: EPA
Það klárast þrír riðlar í undankeppni HM 2022 í dag. Þar að segja í Evrópuhluta undankeppninnar.

Það er í raun aðeins spenna í C-riðlinum fyrir daginn, þar sem Ítalía og Sviss berjast um fyrsta sætið í riðlinum. Fyrir leiki dagsins er Ítalía fyrir ofan á markatölu með tveimur mörkum meira. Ítalía sækir Norður-Írland heim á meðan Sviss fær Búlgaríu í heimsókn.

Í F-riðli er Danmörk búið að tryggja sér sigur og sæti á HM. Skotland er búið að tryggja sér annað sætið og fer í umspilið.

Í I-riðlinum munar þremur stigum á Englandi og Póllandi. England mætir hins vegar San Marínó í dag og það ætti að vera afar einfaldur sigur fyrir Englendinga. Pólland mun því væntanlega þurfa að sætta sig við annað sætið.

mánudagur 15. nóvember

C-riðill:
19:45 Norður Írland - Ítalía (Stöð 2 Sport 3)
19:45 Sviss - Bulgaria

F-riðill:
19:45 Austurríki - Moldova
19:45 Israel - Færeyjar
19:45 Skotland - Danmörk

I-riðill:
19:45 Albanía - Andorra
19:45 Pólland - Ungverjaland
19:45 San Marino - England (Stöð 2 Sport 2)
Athugasemdir
banner
banner