Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mán 15. nóvember 2021 21:42
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Undankeppni HM: Ítalía í umspil - England skoraði tíu
Sviss fer beint á HM!
Sviss fer beint á HM!
Mynd: EPA
Jorginho fékk tækifæri til að senda Ítalíu beint á HM. Hann klikkaði.
Jorginho fékk tækifæri til að senda Ítalíu beint á HM. Hann klikkaði.
Mynd: EPA
Kane nálgast markamet Wayne Rooney.
Kane nálgast markamet Wayne Rooney.
Mynd: EPA
Jorginho, sem hefur heilt yfir átt mjög gott fótboltaár, sefur líklega ekki mikið í nótt.

Jorginho klúðraði vítaspyrnu þegar Ítalía gerði 1-1 jafntefli við Sviss um síðustu helgi. Ítalía fékk vítaspyrnuna á lokamínútu venjulegs leiktíma, en miðjumaðurinn skaut langt yfir markið.

Ef hann hefði skorað, þá hefði það tryggt Ítalíu sæti sitt á HM 2022. Í staðinn þurftu þeir að vinna Norður-Írland í kvöld í lokaleik liðsins í riðlinum í undankeppni HM.

Evrópumeistararnir fundu ekki taktinn í kvöld og náðu ekki að skora. Lokatölur 0-0 í leik sem Ítalía var meira en 70 prósent með boltann. Jorginho mun væntanlega hugsa mikið um vítaspyrnuna sem hann klúðraði næstu daga því Ítalía þarf að fara í umspil sæti á mótinu á næsta ári.

Sviss lagði Búlgaríu á sannfærandi hátt á sama tíma, 4-0, og vinnur C-riðilinn með tveimur stigum meira en Ítalía. Sviss fer beint á mótið og Ítalía þarf að fara í umspil.

England gerði tíu mörk
England gulltryggði sér sæti á HM í Katar með því að rústa San Marínó á útivelli. Harry Kane nálgast markamet Wayne Rooney. Fyrirliði Englendinga skoraði fjögur mörk í fyrri hálfleiknum og er núna kominn með 48 landsliðsmörk. Honum vantar fimm mörk til að bæta met Rooney.

Englendingar skoruðu tíu mörk í kvöld og vinna riðilinn sinn. Þetta er í fyrsta sinn síðan 1964 að England skorar tíu mörk í leik. Það gerðist síðast í 10-0 sigri á Bandaríkjunum.

Pólland endar í öðru sæti í I-riðlinum þrátt fyrir 1-2 tap gegn Ungverjalandi og fara í umspilið.

Þá var einnig spilað í F-riðlinum í kvöld. Þar tapaði Danmörk sínum fyrstu stigum í undankeppninni er þeir töpuðu 2-0 gegn Skotlandi. Danir voru búnir að vinna riðilinn fyrir leikinn og Skotar höfðu tryggt sér annað sætið. Það var því ekki mikið undir í þessum leik. Færeyjar náðu að skora tvö gegn Ísrael, en enduðu á því að tapa.

C-riðill:
Norður-Írland 0 - 0 Ítalía

Switzerland 4 - 0 Bulgaria
1-0 Noah Okafor ('48 )
2-0 Ruben Vargas ('57 )
3-0 Cedric Itten ('72 )
4-0 Remo Freuler ('90 )

F-riðill:
Austurríki 3 - 1 Moldavía
1-0 Marko Arnautovic ('4 )
2-0 Christopher Trimmel ('22 )
3-0 Marko Arnautovic ('55 , víti)
3-1 Ion Nicolaescu ('60 )

Ísrael 3 - 2 Færeyjar
1-0 Munas Dabbur ('30 , víti)
2-0 Shon Weissman ('58 )
2-1 Solvi Vatnhamar ('62 )
2-2 Klaemint Olsen ('72 )
3-2 Dor Peretz ('75 )

Skotland 1 - 0 Danmörk
1-0 John Souttar ('35 )

I-riðill:
Albanía 1 - 0 Andorra
1-0 Endri Cekici ('74 , víti)

Pólland 1 - 2 Ungverjaland
0-1 Andras Schafer ('37 )
1-1 Karol Swiderski ('62 )
1-2 Daniel Gazdag ('80 )

San Marínó 0 - 10 England
0-1 Harry Maguire ('6 )
0-2 Filippo Fabbri ('15 , sjálfsmark)
0-3 Harry Kane ('27 , víti)
0-4 Harry Kane ('32 )
0-5 Harry Kane ('39 , víti)
0-6 Harry Kane ('42 )
0-7 Emile Smith-Rowe ('58 )
0-8 Tyrone Mings ('69 )
0-9 Tammy Abraham ('78 )
0-10 Bukayo Saka ('80 )
Rautt spjald: Dante Rossi, San Marino ('68)
Athugasemdir
banner
banner
banner