Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   mán 15. nóvember 2021 06:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Van Bronckhorst átti góðan fund með Rangers
Giovanni van Bronckhorst.
Giovanni van Bronckhorst.
Mynd: Getty Images
Skoska úrvalsdeildarfélagið Rangers er að leita sér að nýjum knattspyrnustjóra eftir að Steven Gerrard ákvað að stökka yfir í ensku úrvalsdeildina, til Aston Villa.

Breska ríkisútvarpið greinir frá því að félagið hafi átt jákvæðan fund með Hollendingnum Giovanni van Bronckhorst í London um helgina.

Van Bronckhorst spilaði með Rangers á sínum leikmannaferli, en hann gat af sér ágætt orð sem þjálfari hjá Feyenoord í Hollandi um fjögurra ára skeið.

Á síðasta ári stýrði hann Guangzhou R&F í Kína en núna er hann án starfs.

Hann er hins vegar ekki sá eini sem hefur rætt við Rangers um starfið. Frank Lampard, Gennaro Gattuso og Kjetil Knutsen, þjálfari Bodö/Glimt í Noregi, hafa einnig verið orðaðir við starfið.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner