banner
   mán 15. nóvember 2021 07:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Wilshere íhugar að hætta
Wilshere og Alexis Sanchez á góðri stundu.
Wilshere og Alexis Sanchez á góðri stundu.
Mynd: Getty Images
Jack Wilshere viðurkennir að hann sé að íhuga að leggja skóna á hilluna.

Hinn 29 ára gamli Wilshere hefur verið félagslaus frá því hann yfirgaf Bournemouth eftir síðasta tímabil. Hann fór til Bournemouth í janúar en fékk ekki nýjan samning þar.

Ferill þessa fyrrum leikmanns Arsenal hefur einkennst mikið af meiðslum.

Wilshere hefur undanfarið æft með Arsenal og einnig fengið að vera í þjálfarateymi U23 liðsins.

Miðjumaðurinn segist enn geta spilað fótbolta - ef hann getur fundið félag - en skórnir gætu alveg eins farið upp á hillu.

„Ég verð að hugsa um það," sagði Wilshere við BBC er hann var spurður hvort hann væri að íhuga að hætta í fótbolta. „Þess vegna hef ég verið að þjálfa, en ég get 100 prósent enn spilað."

Ef Wilshere fær eitthvað tækifæri, þá verður það líklega utan Englands. Hvort það tækifæri komi, það verður að koma í ljós.
Athugasemdir
banner
banner
banner