Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mán 15. nóvember 2021 20:10
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Zlatan fer í leikbann fyrir höggið þunga
Zlatan Ibrahimovic.
Zlatan Ibrahimovic.
Mynd: Getty Images
Sóknarmaðurinn Zlatan Ibrahimovic lét þungt högg dynja á Cesar Azpilicueta, varnarmanni Spánar, í leik í undankeppni HM í gærkvöld.

Það sást ekki í sjónvarpinu þegar Zlatan fékk gult spjald, en það var skráð í skýrslu dómarans.

Það þýðir að Zlatan verður í banni í undanúrslitum umspilsins fyrir HM. Svíþjóð tekur þátt í umspilinu í mars á næsta ári. Ef liðið kemst áfram úr undanúrslitunum, þá getur Zlatan tekið þátt í leiknum sem sker úr um það hvort liðið komist á mótið eða ekki.

Höggið var þungt en Azpilcueta deildi mynd af sér eftir leik og tjáði þar aðdáendum sínum að það væri allt í lagi með sig.

Hægt er að sjá mynband af atvikinu hér fyrir neðan.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner