Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   þri 15. nóvember 2022 09:50
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Myndband af Fernandes og Ronaldo vekur mikla athygli
Fernandes og Ronaldo.
Fernandes og Ronaldo.
Mynd: EPA
Það virtist vera frekar kalt á milli Bruno Fernandes og Cristiano Ronaldo er þeir hittust í portúgalska landsliðinu sem er að hefja undirbúning sinn fyrir HM.

Þeir eru liðsfélagar hjá Manchester United á Englandi en verða það eflaust ekki mikið lengur eftir viðtal sem Ronaldo fór í.

Ronaldo fór nýverið í viðtal hjá Piers Morgan þar sem hann talaði illa um Man Utd, Erik ten Hag og goðsagnir á borð við Wayne Rooney. Bútar úr viðtalinu fóru að birtast stuttu eftir dramatískan sigur United á Fulham í ensku úrvalsdeildinni.

Fernandes spilaði í sigrinum dramatíska en ekki Ronaldo - sem tók alla athyglina frá sigrinum og liðinu með þessu viðtali. Fernandes kom aðeins síðar til móts við portúgalska landsliðið þar sem hann spilaði gegn Fulham.

Myndband þegar Fernandes heilsar Ronaldo við komuna í landsliðið hefur farið sem eldur í sinu á veraldavefnum. Fernandes virðist mjög pirraður og virkar Ronaldo sömuleiðis hissa á viðbrögðum liðsfélaga síns.

Margir hafa lýst yfir ánægju með Fernandes án þess þó að hafa vitað hvað hann sagði. Samkvæmt heimildum The Athletic þá var myndbandið tekið úr samhengi, þarna hafi Fernandes bara verið að grínast um að flugið sitt hafi verið seint á ferð. Myndbandið er vægast sagt athyglisvert en það má sjá hér fyrir neðan.


Athugasemdir
banner
banner
banner