Guimaraes, Isak, Kimmich, Diaz, Branthwaite, Mainoo og fleiri góðir í slúðri dagsins
   lau 15. desember 2018 21:15
Arnar Helgi Magnússon
Alisson tjáir sig um vörsluna gegn Napoli
Mynd: Getty Images
Mynd: Getty Images
Alisson Becker, markvörður Liverpool hefur fengið mikið lof fyrir frammistöðu sína með Liverpool á leiktíðinni.

Hann átti magnaða vörslu gegn Napoli í vikunni á síðustu andartökum leiksins en Liverpool hefði að öllum líkindum ekki komist upp úr Meistaradeildarriðlinum hefði Alisson ekki náð að verja.


Alisson var spurður út í hvort að honum hafi ekki liðið eins og að hann hefði verið að skora sigurmark þegar hann varði skotið frá Arkadiusz Milik.

„Það er alveg klárlega þannig. Að verja skot undir lok leikja er frábær tilfinning og þér líður eins og þú hafir átt stórann hlut í sigrinum," segir Alisson.

„Það er auðvitað alveg jafn mikilvægt að verja á fyrstu mínútu eins og á síðustu mínútunni. Fyrir áhorfendur var þetta kannski svipað eins og þegar Origi skoraði á lokasekúndunum gegn Everton."

Alisson verður í marki Liverpool þegar liðið tekur á móti Manchester United í ensku úrvalsdeildinni á morgun.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner