Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   lau 15. desember 2018 17:05
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Championship: Jón Daði sneri aftur - Leeds á toppinn
Jón Daði Böðvarsson.
Jón Daði Böðvarsson.
Mynd: Fótbolti.net - Bára Dröfn Kristinsdóttir
Birkir Bjarnason var ekki í leikmannahópi Aston Villa en Jón Daði Böðvarsson lék síðustu 10 mínúturnar hjá Reading. Níu leikjum var að ljúka í Championship-deildinni.

Aston Villa gerði 2-2 jafntefli við Stoke eftir að hafa lent tvisvar undir. Villa er í áttunda sæti en með tveimur stigum minna er Stoke í 11. sæti. Deildin er mjög jöfn.

Reading gerði líka jafntefli, en gegn Rotherham. Reading komst yfir eftir nokkrar sekúndur og hélt 1-0 forystu alveg fram á 90. mínútu. Lokatölur 1-1. Jón Daði og félagar eru við fallsvæðið með 19 stig.

Jón Daði kom inn á sem varamaður á 79. mínútu en hann er að snúa aftur eftir bakmeiðsli.

Leeds er komið á toppinn eftir 1-0 sigur gegn Bolton en Norwich getur aftur komist á toppinn á eftir með sigri gegn Bristol City á útivelli. Sá leikur hefst klukkan 17:30.

Hér að neðan eru úrslitin í þeim leikjum sem búnir eru. Athygli er vakin á því að botnlið Ipswich vann sinn annan sigur á tímabilinu. Með því að smella hér er hægt að sjá stöðutöfluna í deildinni.

Aston Villa 2 - 2 Stoke City
0-1 Joe Allen ('47 )
1-1 Tammy Abraham ('73 , víti)
1-2 Benik Afobe ('78 , víti)
2-2 Jonathan Kodjia ('84 )

Blackburn 2 - 2 Birmingham
1-0 Danny Graham ('19 )
2-0 Adam Armstrong ('46 )
2-1 Craig Gardner ('79 , víti)
2-2 Che Adams ('80 )

Bolton 0 - 1 Leeds
0-1 Patrick Bamford ('66 )

Hull City 2 - 0 Brentford
1-0 Fraizer Campbell ('12 )
2-0 Fraizer Campbell ('21 )

Ipswich Town 1 - 0 Wigan
1-0 Freddie Sears ('67 )

Preston NE 3 - 2 Millwall
1-0 Alan Browne ('37 )
2-0 Tom Barkhuizen ('42 )
2-1 Jake Cooper ('61 )
3-1 Andrew Hughes ('81 )
3-2 Lee Gregory ('90 )

QPR 2 - 1 Middlesbrough
1-0 Pawel Wszolek ('4 )
1-1 George Saville ('51 )
2-1 Nahki Wells ('60 )

Rotherham 1 - 1 Reading
0-1 Sam Baldock ('1 )
1-1 Joe Mattock ('90 )

Swansea 2 - 1 Sheffield Wed
0-1 Marco Matias ('63 )
1-1 Bersant Celina ('71 )
2-1 Wayne Routledge ('73 )
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner