Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   lau 15. desember 2018 16:54
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
England: Íslendingaliðin töpuðu - Dramatík á Wembley
Aron Einar Gunnarsson.
Aron Einar Gunnarsson.
Mynd: Getty Images
Úr leik Tottenham og Burnley.
Úr leik Tottenham og Burnley.
Mynd: Getty Images
Leikur Watford og Cardiff í ensku úrvalsdeildinni var að klárast, en landsliðsfyrirliðinn Aron Einar Gunnarsson lék 78 mínútur fyrir gestina í Cardiff.

Fyrsta markið kom eftir rúman stundarfjórðung en þá skoraði Gerard Deulofeu fyrir Watford. Staðan var 1-0 í hálfleik en fljótlega í seinni hálfleiknum gekk Watford frá leiknum. Jose Holebas og Domingos Quina skoruðu og staðan varð 3-0.

Cardiff náði reyndar að minnka muninn með tveimur mörkum en lengra komust þeir ekki. Lokatölur 3-2.

Jóhann Berg Guðmundsson lék ekki með Burnley gegn Tottenham vegna meiðsla. Leikurinn var markalaus alveg þangað til á 92. mínútu en þá skoraði varamaðurinn Christian Eriksen fyrir Tottenham. Gríðarlega svekkjandi fyrir Burnley.

Tottenham er í þriðja sæti með 39 stig en Burnley er í 17. sæti með 12 stig, tveimur stigum meira en Huddersfield sem tapaði gegn Newcastle.

Salomon Rondon skoraði eina mark leiksins eftir 10 mínútur í síðari hálfleik. Newcastle heldur áfram að klífa upp töfluna og er komið upp í 14. sæti deildarinnar.

Crystal Palace lagði þá Leicester 1-0 og Wolves vann Bournemouth á heimavelli 2-0.

Hér að neðan eru úrslitin. Klukkan 17:30 hefst leikur Fulham og West Ham, en með því að smella hér er hægt að sjá byrjunarliðin þar. Smelltu hér til að sjá stöðutöfluna.

Crystal Palace 1 - 0 Leicester City
1-0 Luka Milivojevic ('39 )

Huddersfield 0 - 1 Newcastle
0-1 Salomon Rondon ('55 )

Tottenham 1 - 0 Burnley
1-0 Christian Eriksen ('90 )

Watford 3 - 1 Cardiff City
1-0 Gerard Deulofeu ('16 )
2-0 Jose Holebas ('52 )
3-0 Domingos Quina ('68 )
3-1 David Hoilett ('80 )

Wolves 1 - 0 Bournemouth
1-0 Raul Jimenez ('12 )
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner