Guimaraes, Isak, Kimmich, Diaz, Branthwaite, Mainoo og fleiri góðir í slúðri dagsins
   lau 15. desember 2018 09:00
Ívan Guðjón Baldursson
Giroud: Síðasti draumurinn er að vinna úrvalsdeildina
Mynd: Getty Images
Olivier Giroud, franskur sóknarmaður Chelsea, afrekaði að vinna heimsmeistaramótið með franska landsliðinu í sumar.

Giroud er 32 ára gamall og hefur verið hálfgerð varaskeifa undanfarin ár, fyrst hjá Arsenal og nú hjá Chelsea.

Hann segist kjósa að spila frekar sjaldan fyrir stórlið heldur en að vera byrjunarliðsmaður hjá smærra liði. Þá segir hann að síðasti draumur sinn sem knattspyrnumaður sé að vinna ensku úrvalsdeildina.

„Ég vil frekar vera partur af liðsheildinni hjá stóru félagi heldur en byrjunarliðsmaður hjá smærra félagi, ég hef ennþá drauma og markmið," sagði Giroud.

„Að vinna úrvalsdeildina er síðasti draumur minn sem knattspyrnumaður, ég vil gera það frekar en að vinna Meistaradeildina því ég veit hversu erfið þessi deild er."

Giroud er gríðarlega mikilvægur fyrir þau lið sem hann spilar fyrir, en hann kom við sögu í öllum leikjum Frakka á HM í sumar og var samspil hans við Antoine Griezmann og Kylian Mbappe stórkostlegt á köflum.

Þess má einnig geta að Eden Hazard hefur ekki skorað deildarmark án þess að hafa Giroud á vellinum það sem af er tímabils, þó að franski sóknarmaðurinn hafi aðeins byrjað fimm sinnum í sextán leikjum.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner