Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   lau 15. desember 2018 23:30
Arnar Helgi Magnússon
Guardiola ætlar að horfa á stórleikinn
Mynd: Getty Images
Pep Guardiola var hæstánægður með sigur sinna manna gegn Everton í ensku úrvalsdeildinni í dag. Með sigrinum endurheimti liðið toppsætið í deildinni, um stund að minnsta kosti.

„Þetta var erfitt lið að mæta svona stutt eftir hörkuleik í Meistaradeildinni, minna en þrír sólarhringar í undirbúning," sagði Guardiola.

„Everton sótti stig á Stamford Bridge og voru nálægt því að sækja stig á Anfield líka. Þeir eru með frábært lið. Við ætluðum að þrauka þennan leik og það gerðum við. Þetta var ekkert búið fyrr en það var flautað."

Guardiola segist ætla að fylgjast með stórleik morgundagsins, viðureign Liverpool og Manchester United.

„Að sjálsögðu. Þetta verður vonandi frábær leikur. Ég mun horfa, það er klárt."

Vinni Liverpool á morgun skjótast þeir upp í toppsæti deildarinnar.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner