Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   lau 15. desember 2018 18:54
Arnar Helgi Magnússon
Ítalía: Icardi VAR hetja Inter
Icardi er aðalkallinn í Mílan
Icardi er aðalkallinn í Mílan
Mynd: Getty Images
Inter 1 - 0 Udinese
1-0 Mauro Icardi ('76 , víti)

Inter þurfti svo sannarlega að hafa fyrir hlutnum þegar liðið mætti Udinese í ítölsku deildinni. Leiknum lauk nú rétt í þessu. VAR, eða myndbandsdómgæsla lék stórt hlutverk í leiknum.

Fyrir leikinn bjuggust einhverjir við þægilegum sigri Milan en annað kom á daginn.

Markalaust var í hálfleik og það var ekki fyrr en á 77. mínútu sem að það dró til tíðinda. Inter fékk hornspyrnu og þegar boltinn lenti inni í teig virtist Seko Fofana, leikmaður Udinese handleika boltann.

Rosario Abisso, dómari leiksins og hans aðstoðarmenn virtust ekki sjá atvikið og það var ekki fyrr en nokkru síðar sem að hann fékk skilaboð í eyrað að hann þyrfti að skoða atvikið betur.

Abisso horfði á atvikið og dæmdi vítaspyrnu. Mauro Icardi fór á punktinn og tryggði Inter stigin þrjú.

Juventus og Torino mætast í síðari leik kvöldsins en flautað verður til leiks þar klukkan 19:30.
Stöðutaflan Ítalía Serie A - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Inter 33 27 5 1 79 18 +61 86
2 Milan 33 21 6 6 64 39 +25 69
3 Juventus 33 18 10 5 47 26 +21 64
4 Bologna 33 17 11 5 48 26 +22 62
5 Roma 32 16 7 9 57 38 +19 55
6 Atalanta 32 16 6 10 59 37 +22 54
7 Lazio 33 16 4 13 42 35 +7 52
8 Napoli 33 13 10 10 50 41 +9 49
9 Fiorentina 32 13 8 11 45 36 +9 47
10 Torino 33 11 13 9 31 29 +2 46
11 Monza 33 11 10 12 35 43 -8 43
12 Genoa 33 9 12 12 35 40 -5 39
13 Lecce 33 8 11 14 30 48 -18 35
14 Cagliari 33 7 11 15 36 56 -20 32
15 Verona 33 7 10 16 31 44 -13 31
16 Empoli 33 8 7 18 26 48 -22 31
17 Udinese 32 4 16 12 30 48 -18 28
18 Frosinone 33 6 10 17 40 63 -23 28
19 Sassuolo 33 6 8 19 39 65 -26 26
20 Salernitana 33 2 9 22 26 70 -44 15
Athugasemdir
banner
banner
banner