Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   lau 15. desember 2018 10:51
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Heimild: Telegraph 
Klopp svarar Mourinho - Segist ekki þurfa að vinna titla
Mynd: Getty Images
Jurgen Klopp, stjóri Liverpool, segir að fótbolti snúist ekki bara um að vinna titla.

Liverpool mætir Manchester United í stórleik helgarinnar í enska boltanum á morgun en kollegi Klopp hjá Manchester United, Jose Mourinho, minnti Þjóðverjann á það í aðdraganda leiksins að titlar væru mikilvægir.

Liverpool vann síðast titil árið 2012, deildabikarinn eftir úrslitaleik við Cardiff.

„Titlar skipta máli," sagði Mourinho er hann sat á fundi með blaðamönnum í aðdraganda leiksins. „Það skiptir máli sérstaklega þegar þú ert með lið sem á að verja að berjast um titla, þegar markmiðið er að vinna titla."

„Ég held að markmið Liverpool sé að vinna ensku úrvalsdeildina."

Klopp svararði ummælum Mourinho.

„Það er rétt en verð ég samt að gera það? Verð ég að vinna titla? Það sem ég verð að gera er að gera það besta úr því sem félagið hefur upp á bjóða. Það er mín hugsun," sagði Klopp.

„Ef fólk segir að árangurinn í Meistaradeildinni á síðustu leiktíð hafi ekki verið góður vegna þess að við unnum ekki þá get ég ekki breytt því. Enduðum við vel? Nei, en ferðin var stórkostleg og ég hafði mjög gaman af."

Liverpool er á toppi ensku úrvalsdeildarinnar fyrir leiki helgarinnar. Leikurinn á morgun hefst klukkan 16:00.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner