Zidane hefur augastað á Man Utd - Guimaraes áfram hjá Newcastle - Bayern hefur ekki rætt við Rangnick
   lau 15. desember 2018 12:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Líkleg byrjunarlið Liverpool og Man Utd - Enginn Pogba
Mynd: Guardian
Á morgun er stórleikur Liverpool og Manchester United í ensku úrvalsdeildinni. Verður Manchester United fyrsta liðið sem stoppar Liverpool í ensku úrvalsdeildinni á þessu tímabili?

Guardian hefur tekið saman líkleg byrjunarlið fyrir leikinn sem hefst klukkan 16:00 á morgun.

Liverpool verður án varnarmannsins joel Matip en hann verður frá í sex vikur eftir að hafa meiðst gegn Napoli í Meistaradeildinni í vikunni.

Trent Alexander-Arnold er tæpur og gæti Nathaniel Clyne því mögulega spilað sinn fyrsta deildarleik síðan í maí.

Manchester United er í meiðslavandræðum í vörninni. Marcos Rojo er enn og aftur á meiðslalistanum en Chris Smalling, Matteo Darmian, Luke Shaw, Diogo Dalot og Victor Lindelöf eru allir tæpir.

Anthony Martial og Scott McTominay eru í kapphlaupi við tímann, en Alexis Sanchez mun klárlega missa af leiknum.

Athygli vekur að það er enginn Paul Pogba í líklegu byrjunarliði Man Utd. Hann hefur þurft að gera sér það að góðu að byrja á bekknum í síðustu deildarleikjum og því er spáð að hann verði áfram á bekknum á morgun.

Hér til hliðar má sjá mynd af líklegum byrjunarliðum.

Sjá einnig:
Tíu álitsgjafar spá í leik Liverpool og Manchester United
Athugasemdir
banner