Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   lau 15. desember 2018 09:30
Ívan Guðjón Baldursson
Nani hefur trú á Mourinho
Mynd: Getty Images
Luis Nani var leikmaður Manchester United í átta ár og skoraði 40 mörk í 230 leikjum fyrir félagið.

Nani var partur af gífurlega sterku Man Utd liði sem var samkeppnishæft í öllum keppnum en í dag er sagan ekki sú sama.

Nani segist þó hafa trú á Jose Mourinho stjóra Man Utd og telur best fyrir félagið að treysta honum og gefa meiri tíma.

„Ég get ekki borið Ferguson saman við Mourinho því ég hef aldrei spilað undir Mourinho. Jose kom til United á slæmum tíma og vann Evrópudeildina á sínu fyrsta tímabili," sagði Nani.

„Auðvitað er markmiðið að vinna úrvalsdeildina en það er ótrúlega erfið deild. United náði öðru sæti í fyrra en það verður líklega ekki jafn gott í ár.

„Ég er viss um að Mourinho sé rétti maðurinn í starfið þrátt fyrir slæmt gengi að undanförnu. Hann hefur persónutöfra og sterkan persónuleika eins og Sir Alex."


Nani er 32 ára gamall og hefur verið í lykilhlutverki hjá uppeldisfélagi sínu Sporting á tímabilinu, þar sem hann er kominn með sex mörk í ellefu deildarleikjum.

Man Utd er aftur á móti í sjötta sæti ensku deildarinnar, átta stigum eftir Arsenal og Chelsea í Evrópusætum.
Athugasemdir
banner
banner
banner