Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   lau 15. desember 2018 20:30
Arnar Helgi Magnússon
Smalling gerir fimm ára samning við United
Mynd: Getty Images
Chris Smalling, varnarmaður Manchester United skrifaði í kvöld undir nýjan samning við félagið. Hann gildir næstu fimm árin.

„Þetta er níunda tímabilið mitt hjá félaginu og ég er hæstánægður að fá að halda áfram að spila fyrir klúbbinn," sagði Smalling við undirskriftina í kvöld.

„Það er heiður fyrir mig að spila fyrir Manchester United. Núna erum við erum allir fókuseraðir á þétt og erfitt leikjaprógram sem framundan er."

Smalling kom til Manchester United frá Fulham árið 2010 og hefur síðan þá leikið tæpalega 200 leiki fyrir félagið.

Manchester United mætir Liverpool í ensku úrvalsdeildinni á morgun og er Chris Smalling í líklegu byrjunarliði United.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner