Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   lau 15. desember 2018 16:24
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Þýskaland: Bayern lék á als oddi og Alfreð spilaði í jafntefli
Bayern valtaði yfir Hannover.
Bayern valtaði yfir Hannover.
Mynd: Getty Images
Alfreð Finnbogason.
Alfreð Finnbogason.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Landsliðsmaðurinn Alfreð Finnbogason var í byrjunarliði Augsburg sem gerði jafntefli við Schalke í þýsku úrvalsdeildinni.

Alfreð lék allan leikinn fyrir Augsburg sem er eftir þessi úrslit með 14 stig í 14. sæti deildarinnar. Schalke situr í 13. sætinu með einu stigi meira en Augsburg.

Bayern München vann sinn þriðja deildarleik í röð þegar liðið burstaði Hannover 4-0. Joshua Kimmich, David Alaba, Serge Gnabry og Robert Lewandowski skoruðu mörk Bayern í leiknum.

Bayern hefur átt í vandræðum á tímabilinu en liðið er núna í þriðja sæti, sex stigum á eftir toppliði Borussia Dortmund sem á leik til góða. Dortmund spilar við Werder Bremen á eftir.

Hannover er komið á botninn þar sem Dusseldorf hafði betur gegn Freiburg, 2-0.

Hoffenheim og Borussia Mönchengladbach gerðu markalaust jafntefli og Stuttgart vann 2-1 sigur gegn Hertha Berlín.

Hér að neðan eru úrslitin í leikjunum sem búnir eru. Klukkan 17:30 hefst leikur Dortmund og Werder Bremen. Ef þú hefur áhuga á því að skoða stöðutöfluna í deildinni, þá geturðu smellt hér.

Hoffenheim 0 - 0 Borussia M.

Stuttgart 2 - 1 Hertha
0-1 Maximilian Mittelstadt ('38 )
1-1 Mario Gomez ('64 )
2-1 Mario Gomez ('76 )

Augsburg 1 - 2 Schalke 04
1-0 Michael Gregoritsch ('13 )
1-1 Daniel Caligiuri ('52 )

Hannover 0 - 4 Bayern
0-1 Joshua Kimmich ('2 )
0-2 David Alaba ('29 )
0-3 Serge Gnabry ('53 )
0-4 Robert Lewandowski ('62 )

Fortuna Dusseldorf 2 - 0 Freiburg
1-0 Kaan Ayhan ('55 )
2-0 Kaan Ayhan ('79 )
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner