Guimaraes, Isak, Kimmich, Diaz, Branthwaite, Mainoo og fleiri góðir í slúðri dagsins
   lau 15. desember 2018 15:15
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Van Dijk: Þurfum ekki að vera hræddir við neitt
Virgil van Dijk.
Virgil van Dijk.
Mynd: Getty Images
Virgil van Dijk, varnarmaður Liverpool, er klár í slaginn fyrir stórleikinn gegn Manchester United á morgun.

Í viðtali við Jamie Carragher, fyrrum varnarmann Liverpool, á Sky Sports, segir Van Dijk að hann og hans liðsfélagar séu ekki hræddir við neitt.

United er í sjötta sæti ensku úrvalsdeildarinnar fyrir leikinn, 16 stigum frá Liverpool sem er á toppnum.

„Við vitum hverju við erum að fara að mæta. Við erum búnir að byggja upp gott form og þurfum því ekki að vera hræddir við neitt, en við þurfum samt sem áður að vera meðvitaðir um að þeir séu hættulegir," sagði Van Dijk við Carragher.

„Þeir eru með góða leikmenn sérstaklega fram á við, við þurfum að vera tilbúnir við það. En að öðru leyti þurfum við að spila okkar leik og setja þá undir pressu."

Varnarleikurinn aðalsmerki Liverpool
Varnarleikur Liverpool hefur verið mjög öflugur á þessu tímabili. Van Dijk hefur breytt miklu síðan hann kom frá Southampton í janúar. Liverpool hefur aðeins fengið á sig sex mörk í ensku úrvalsdeildinni á þessari leiktíð.

„Þetta gerir okkur stolta. Við gerum þetta saman, verjum saman og sækjum saman. Fyrir mig sem varnarmann, að sjá það að við höfum aðeins fengið á okkur sex mörk er mjög gott."

„Við höfum samt ekki enn unnið neitt, það er enn löng leið í það, en við erum mjög augljóslega stoltir af byrjuninni. Þetta hefur ekki verið svo slæmt! Þetta ár hefur liðið mjög hratt."

Leikur Liverpool og Manchester United hefst klukkan 16:00 á morgun.
Athugasemdir
banner
banner