Guimaraes, Isak, Kimmich, Diaz, Branthwaite, Mainoo og fleiri góðir í slúðri dagsins
   lau 15. desember 2018 07:30
Ívan Guðjón Baldursson
Vertonghen: Tottenham mun nýta ákvæðið
Mynd: Getty Images
Jan Vertonghen, varnarmaður belgíska landsliðsins og Tottenham, segist vilja framlengja samning sinn við enska félagið. Samningur Vertonghen rennur út næsta sumar.

Tottenham er þó ekki tilbúið til að semja við hann á þessum tímapunkti og mun því nýta samningsákvæði til að framlengja núverandi samning hans um eitt ár, eða til sumarsins 2020.

„Samningurinn minn gildir til 2020. Það er ákvæði og Tottenham mun nýta það. Ég á eitt og hálft ár eftir af samningnum, framtíðin verður að koma í ljós síðar," sagði Vertonghen við Evening Standard.

Vertonghen er 31 árs gamall og telur sjálfan sig eiga fjögur eða fimm góð ár eftir í hæsta gæðaflokki.

„Mér líður mjög vel, ég tel mig eiga að minnsta kosti fjögur eða fimm góð ár eftir í tankinum. Mér líður mjög vel hjá Tottenham og vill vera áfram hér."
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner