sun 15. desember 2019 07:00
Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson
Jovetic hafnaði Real Madrid og Juventus áður en hann fór til City
Jovetic í leik með Manchester City.
Jovetic í leik með Manchester City.
Mynd: Getty Images
Stevan Jovetic lék með Manchester City á árunum 2013 til 2016 og náði ekki að standast væntingar. Hann er í dag leikmaður Mónakó í Frakklandi.

Hann vakti mikla athygli liða á sínum tíma áður en hann fór til Englands eftir frábæra frammistöðu hjá Fiorentina á Ítalíu. Hann þótti vera með efnilegustu leikmönnum Evrópu á sínum tíma.

„Ég fór til Manchester City árið 2013, ég vildi fara til Juventus en gat ekki gert það af virðingu við stuðningsmenn Fiorentina. En ég vildi líka vinna ensku úrvalsdeildina, erfiðasta deildarkeppni í heimi, það tókst og ég vann líka deildabikarinn. Þetta eru ógleymanlegar minningar."

„Stærstu mistökin voru að hafna Real Madrid, mér fannst ég ekki tilbúinn þá. Ég vildi að ég gæti farið aftur í tímann," sagði Jovetic.


Athugasemdir
banner
banner