Víkingur 1-1 Valur
Valur og Víkingur áttust við í kvöld í síðasta leik riðlakeppninnar í Bose mótinu. Víkingur átti möguleika á að spila til úrslita gegn KR ef liðið hefði unnið með tveggja marka mun.
Það tókst þeim hins vegar ekki þar sem lokatölur urðu 1-1. Danijel Dejan Djuric skoraði mark Víkings og Tryggvi Hrafn Haraldsson skoraði mark Vals.
Þrír leikir eru eftir í mótinu og þar á meðal um gullið.
KR og Stjarnan mætast í leiknum um gullið. Fram og Víkingur mætast í leiknum um bronsið og Valur og Breiðablik um fimmta sætið.
Athugasemdir