Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   fim 15. desember 2022 08:40
Elvar Geir Magnússon
Man Utd spyrst fyrir um Ramos - Moukoko til Englands?
Powerade
Goncalo Ramos.
Goncalo Ramos.
Mynd: Getty Images
Youssoufa Moukoko.
Youssoufa Moukoko.
Mynd: Getty Images
Amrabat hefur slegið í gegn á HM.
Amrabat hefur slegið í gegn á HM.
Mynd: Getty Images
Enzo Fernandez
Enzo Fernandez
Mynd: Getty Images
Youri Tielemans.
Youri Tielemans.
Mynd: EPA
Spennan fyrir úrslitaleik Argentínu og Frakklands er mikil en miðlarnir gefa sér samt alltaf pláss fyrir slúður. Ramos, Nkunku, Vlahovic, Moukoko, Gakpo, Ounahi, Felix og fleiri í pakkanum í dag.

Manchester United hyggst senda Benfica fyrirspurn varðandi portúgalska sóknarmanninn Goncalo Ramos (21) en stjóranum Erik ten Hag hefur verið sagt að það sé ekki víst hvort leikmaðurinn verði keyptur í janúar. (ESPN)

Chelsea hyggst ekki flýta áætlunum sínum um að kaupa franska sóknarmanninn Christopher Nkunku (25) frá RB Leipzig þrátt fyrir meiðsli albanska sóknarmannsins Armando Broja (21) sem verður frá út tímabilið. Chelsea stefnir á að kaupa Nkunku næsta sumar. (Fabrizio Romano)

Það er raunhæfur möguleiki að serbneski sóknarmaðurinn Dusan Vlahovic (22) muni yfirgefa Juventus 2023, ekki er útilokað að hann færi sig um set í janúar. Chelsea er meðal félaga sem eru í sambandi við umboðsmann hans. (Ben Jacobs)

Chelsea mun fá samkeppni frá Manchester United og Liverpool um sóknarmanninn Youssoufa Moukoko (18) hjá Borussia Dortmund. Áhugasöm félög þurfa að sannfæra þýska leikmanninn um að hann verði ekki geymdur á bekknum. (Times)

Borussia Dortmund vonar að samband Moukoko við þjálfarann Edin Terzic aðstoði við að sannfæra framherjann um að skrifa undir nýjan samning í desember, samningur hans rennur út eftir tímabilið. Ensk og spænsk félög eru tilbúin að reyna að fá hann þegar janúarglugginn opnar. (Fabrizio Romano)

Real Madrid hefur áhuga á að kaupa hollenska framherjann Cody Gakpo (23) frá PSV Eindhoven til að taka við keflinu af Karim Benzema (34). (AS)

Gareth Southgate, landsliðsþjálfari Englands, mun væntanlega ræða við enska fótboltasambandið eftir áramót. Hann verður beðinn um að flýta sér að taka ákvörðun um hvort hann ætli að halda áfram starfi sínu. (Mail)

Leicester City gæti verið klárt að borga 39 milljónir punda fyrir Azzedine Ounahi (22) frá Angers. Barcelona hefur einnig verið að fylgjast með marokkóska miðjumanninum. (L'Equipe)

Marokkóski miðjumaðurinn Sofyan Amrabat (26) segist vera stoltur af því að vera orðaður við mörg stór félög eftir frammistöðuna á HM 2022. Hann segist bera virðingu fyrir Fiorentina, núverandi félagi sínu. (90min)

Portúgalski framherjinn Joao Felix (23) hefur verið boðinn til enskra úrvalsdeildarfélaga en hann hyggst yfirgefa Atletico Madrid í janúar. Manchester City, Manchester United, Arsenal og Aston Villa eru mögulegir áfangastaðir. (Mail)

Manchester United og Arsenal eru líklegust til að hreppa Felix. Atletico er tilbúið að hlusta á tilboð yfir 85 milljónum punda. (AS)

Erik ten Hag, stjóra Manchester United, hefur verið lofuð umtalsverð upphæð til að endurbyggja leikmannahóp sinn. Þrátt fyrir áætlanir Glazer fjölskyldunnr um að selja félagið. (Sun)

Manchester United vinnur að því að kaupa hollenska hægri bakvörðinn Denzel Dumfries (26) frá Inter. Það gæti opnað dyrnar fyrir Barcelona að kaupa portúgalska hægri bakvörðinn Diogo Dalot (23) frá United. (Sport)

Manchester United er að skoða ýmsa hægri bakverði en tilboð velta á því hvort Aaron Wan-Bissaka (25) yfirgefi Old Trafford. (Sky Sports)

Enzo Fernandez (21), sem er á óskalista Liverpool, mun ekki yfirgefa Benfica nema áhugasöm félög gangi að 103 milljóna punda riftunarákvæði argentínska landsliðsmannsins. (90min)

Fulham vill kaupa portúgalska hægri bakvörðinn Cedric Soares (31) frá Arsenal í janúar. (Sky Sports)

Arsenal mun reyna að kaupa Youri Tielemans (25) frá Leicester City í janúar en telur líklegast að fá belgíska miðjumanninn næsta sumar, þegar samningur hans rennur út. (90min)

Brasilíski varnarmaðurinn Luizao (20) er kominn til Englands í læknisskoðun og mun skrifa undir hjá West Ham í janúar, þegar samningur hans við Sao Paulo rennur út. (Mail)

Ajax hefur samþykkt að hleypa hollenska varnarmanninum Daley Blind (32) frá félaginu á frjálsri sölu í janúar. (de Telegraaf)

Enski vængmaðurinn Samuel Iling-Junior (19) hefur samþykkt fjögurra ára framlengingu við Juventus en núgildandi samningur hans rennur út í sumar. (Gianluca di Marzio)

Barcelona hefur áhuga á argentínska miðjumanninum Alan Varela (21) hjá Boca Juniors. Ajax og Benfica hafa einnig verið í viðræðum um kaup á Varela sem gæti verið fáanlegur fyrir 13 milljónir punda. (Sport)

Bayern München er í viðræðum um endurkomu þýska markvarðarins Alexander Nubel (26) sem hefur verið á láni hjá Mónakó. Manuel Neuer er meiddur og gæti Nubel fyllt hans skarð, í stað þess að Bæjarar kaupi nýjan markvörð. (Sky Sport Germany)

Jefferson Lerma (28) hefur hafnað mörgum tilboðum frá Bournemouth um nýjan samning. Kólumbíski miðjumaðurinn gæti yfirgefið félagið á frjálsri sölu þegar samningur hans rennur út næsta sumar. (Football Insider)
Athugasemdir
banner
banner
banner