Man City hefur áhuga á Pogba - Barist um Kudus - Amorim ætlar að styrkja hóp Man Utd
   sun 15. desember 2024 21:20
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Elías Már skoraði í grátlegu tapi - MIkael úr leik í bikarnum
Mynd: Getty Images
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Elías Már Ómarsson skoraði þegar NAC Breda tapaði gegn AZ Alkmaaar í hollensku deildinni í kvöld.

Elías sá til þess að Breda var með 1-0 forystu í hálfleik en AZ jafnaði metin þegar stundafjórðungur var til loka venjulegs leiktíma. Sigurmarkið kom síðan í uppbótatíma. Elías spilaði 83. mínútur í kvöld.

Kristian Nökkvi Hlynsson kom inn á sem varamaður undir lok leiksins þegar Ajax vann 3-0 gegn Almere City.

Breda er með 22 stig í 9. sæti eftir 16 umferðir en Ajax er í 2. sæti með 36 stig, sex stigum á eftir toppliði PSV.

Mikael Neville Anderson og félagar í AGF heimsóttu Bröndby í seinni leik liðanna í átta liða úrslitum danska bikarsins í kvöld en AGF vann fyrri leikinn 1-0.

Bröndby snéri taflinu sér í vil en liðið var komið með 3-0 forystu eftir klukkutíma leik og leiknum lauk með 4-2 sigri Bröndby sem fer því áfram í undanúrslitin. MIkael var tekinn af velli á 74. mínútu.

Sverrir Ingi Ingason var besti maður vallarins að mati Flashscore þegar Panathinaikos vann 1-0 sigur á Levadiakos í grísku deildinni. Panathinaikos er í 4. sæti með 29 stig eftir 15 umferðir.

Andri Lucas Guðjohnsen spilaði síðustu tíu mínúturnar þegar Gent gerði 1-1 jafntefli gegn Cercle Brugge í belgísku deildinni. Gent er með 27 stig í 5. sæti eftir 18 umferðir.
Athugasemdir
banner
banner