Man City hefur áhuga á Pogba - Barist um Kudus - Amorim ætlar að styrkja hóp Man Utd
   sun 15. desember 2024 21:00
Jóhann Þór Hólmgrímsson
England: Chelsea vann Brentford á Brúnni - Tottenham valtaði yfir Southampton
Nicolas Jackson
Nicolas Jackson
Mynd: EPA
Heung-Min Son
Heung-Min Son
Mynd: EPA
Chelsea vann nauman sigur á Brentford en Tottenham valtaði yfir Southampton í leikjum kvöldsins í úrvalsdeildinni.

Chelsea var með öll völd á vellinum á Stamford Bridge í fyrri hálfleik en eina markið skoraði Marc Cucurella með skalla.

Nicolas Jackson fékk dauðafæri til að bæta við öðru markinu eftir klukkutíma leik en hann lyfti boltanum yfir á opið markið.

Brentford kom sér inn í leikinn og Christian Norgaard fékk tækifæri til að jafna metin en Robert Sanchez varði gríðarlega vel frá honum Stuttu síðar átti Jackson skot sem Flekken virtist verja en markspyrna dæmd og Fabio Carvalho átti síðan skot í slá stuttu eftir að hafa komið inn á sem varamaður.

Loksins tókst Jackson að setja boltann í netið þegar Enzo Fernandez átti góða sendingu fram á Jackson sem átti skot í fjærhornið og boltinn hafnaði í netinu, allt er þegar þrennt er.

Bryan Mbeumo gaf Brentford líflínu þegar hann skoraði eftir skyndísókn en nær komust þeir ekki.

Marc Cucurella braut illa á Carvalho undir lok leiksins og fékk gult spjald. Þegar búið var að flauta leikinn af varð allt vitlaust og Cucurella uppskar annað gult spjald og þar með rautt.

Heung-Min Son átti frábæran leik þegar Tottenham valtaði yfir Southampton en staðan var orðin 5-0 í hálfleik. Son skoraði eitt og lagði upp tvö mörk.

Son var tekinn af velli í hálfleik en Tottenham spilar gegn Man Utd í átta liða úrslitum deildabikarsins á fimmtudaginn.

Chelsea 2 - 1 Brentford
1-0 Marc Cucurella ('43 )
2-0 Nicolas Jackson ('80 )
2-1 Bryan Mbeumo ('90 )
Rautt spjald: Marc Cucurella, Chelsea ('90 )

Southampton 0 - 5 Tottenham
0-1 James Maddison ('1 )
0-2 Son Heung-Min ('12 )
0-3 Dejan Kulusevski ('14 )
0-4 Pape Matar Sarr ('25 )
0-5 James Maddison ('45 )
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Liverpool 15 11 3 1 31 13 +18 36
2 Chelsea 16 10 4 2 37 19 +18 34
3 Arsenal 16 8 6 2 29 15 +14 30
4 Nott. Forest 16 8 4 4 21 19 +2 28
5 Man City 16 8 3 5 28 23 +5 27
6 Aston Villa 16 7 4 5 24 25 -1 25
7 Bournemouth 15 7 3 5 23 20 +3 24
8 Fulham 16 6 6 4 24 22 +2 24
9 Brighton 16 6 6 4 26 25 +1 24
10 Tottenham 16 7 2 7 36 19 +17 23
11 Brentford 16 7 2 7 32 30 +2 23
12 Newcastle 16 6 5 5 23 21 +2 23
13 Man Utd 16 6 4 6 21 19 +2 22
14 West Ham 15 5 3 7 20 28 -8 18
15 Crystal Palace 16 3 7 6 17 21 -4 16
16 Everton 15 3 6 6 14 21 -7 15
17 Leicester 16 3 5 8 21 34 -13 14
18 Ipswich Town 16 2 6 8 16 28 -12 12
19 Wolves 16 2 3 11 24 40 -16 9
20 Southampton 16 1 2 13 11 36 -25 5
Athugasemdir
banner
banner
banner