Man City hefur áhuga á Pogba - Barist um Kudus - Amorim ætlar að styrkja hóp Man Utd
   sun 15. desember 2024 20:26
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Spánn: Atletico Madrid upp fyrir Real Madrid - Orri Steinn spilaði í jafntefli
Mynd: Getty Images
Real Sociedad hefur verið á góðu skriði að undanförnu en liðinu mistókst að vinna sjötta leik sinn í röð í kvöld.

Orri Steinn Óskarsson byrjaði á bekknum þegar liðið fékk Las Palmas í heimsókn.

Sociedad hefur átt í vandræðum með að skora í deildinni en liðið hefur aðeins skorað 16 mörk í 17 leikjum. Liðið byrjaði betur í kvöld en Las Palmas sýndi klærnar með skyndisóknum.

Orri kom inn á sem varamaður þegar fimm mínútur voru til loka venjulegs leiktíma en tókst ekki að setja mark sitt á leikinn sem endaði með markalausu jafntefli.

Sociedad er í 7. sæti, stigi á eftir Villarreal sem tapaði gegn Real Betis en Betis er aðeins stigi á eftir Sociedad í 9. sæti.

Alexander Sörloth skaut Atletico Madrid upp í 2. sætið uppfyrir granna sína í Real Madrid þegar liðið vann Getafe.

Atletico Madrid 1 - 0 Getafe
1-0 Alexander Sorloth ('69 )

Alaves 1 - 1 Athletic
0-1 Unai Gomez Echevarria ('10 )
1-1 Joan Jordan ('67 )

Villarreal 1 - 2 Betis
0-1 Vitor Roque ('32 )
0-2 Giovani Lo Celso ('47 )
1-2 Alex Baena ('55 )
Rautt spjald: Ezequiel Avila, Betis ('34)

Real Sociedad 0 - 0 Las Palmas
Stöðutaflan Spánn La Liga - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Atletico Madrid 17 11 5 1 31 11 +20 38
2 Barcelona 18 12 2 4 50 20 +30 38
3 Real Madrid 17 11 4 2 37 16 +21 37
4 Athletic 18 9 6 3 27 16 +11 33
5 Mallorca 18 8 3 7 18 21 -3 27
6 Villarreal 16 7 5 4 28 27 +1 26
7 Osasuna 17 6 7 4 22 25 -3 25
8 Real Sociedad 17 7 4 6 16 11 +5 25
9 Betis 17 6 6 5 20 21 -1 24
10 Girona 17 6 4 7 23 25 -2 22
11 Sevilla 17 6 4 7 18 23 -5 22
12 Celta 17 6 3 8 25 28 -3 21
13 Vallecano 16 5 5 6 18 19 -1 20
14 Las Palmas 17 5 4 8 22 27 -5 19
15 Leganes 17 4 6 7 15 23 -8 18
16 Getafe 17 3 7 7 11 14 -3 16
17 Alaves 17 4 4 9 19 28 -9 16
18 Espanyol 16 4 2 10 15 28 -13 14
19 Valladolid 17 3 3 11 12 34 -22 12
20 Valencia 15 2 4 9 13 23 -10 10
Athugasemdir
banner
banner