Haaland, Toney, Gomes, Diomande, Gyokeres, Southgate, O'Neil, De Zerbi og fleiri góðir í slúðri dagsins
   mið 16. janúar 2019 17:33
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Bielsa: Fylgst með æfingum hjá öllum andstæðingum okkar
Marcelo Bielsa, stjóri Leeds.
Marcelo Bielsa, stjóri Leeds.
Mynd: Getty Images
Bielsa er með Leeds á toppi Championship.
Bielsa er með Leeds á toppi Championship.
Mynd: Getty Images
Það væri nú gaman að fá Leeds aftur upp.
Það væri nú gaman að fá Leeds aftur upp.
Mynd: Getty Images
Marcelo Bielsa er ekki að hætta sem stjóri Leeds eins og sögusagnir voru um fyrr í dag. Stuðningsmenn Leeds geta andað léttar.

Bielsa boðaði óvænt til blaðamannafundar núna áðan, en hann hefur verið mikið í fréttum eftir að hann gerðist sekur um að senda njósnara til að fylgjast með æfingu Derby fyrir leik liðanna í Championship-deildinni.

„Fyrir suma er þetta rangt, fyrir suma ekki. Þetta er ekki ólöglegt. En það skiptir ekki máli hvort þetta sé löglegt eða ólöglegt, rétt eða rangt. Fyrir mig er það mikilvægast að Frank Lampard og Derby fannst þetta rangt. Ég hagaði mér ekki vel," sagði Bielsa fyrir leikinn gegn Derby.

Sjá einnig:
Bielsa viðurkennir að hafa látið njósna - Gert þetta síðan 2002

„Ég boðaði þennan blaðamannafund vegna þess að við eigum annan blaðamannafund fyrir leikinn gegn Stoke. Ég taldi að þetta mál myndi taka tíma frá umræðum um leikinn," sagði Bielsa á blaðamannafundinum í dag.

„Ég vil ekki blanda þessu máli við leikinn."

Leeds er á toppnum í Championship og gæti verið leið upp í ensku úrvalsdeildina í fyrsta sinn síðan 2004.

Fylgst með öllum andstæðingum
Málið er til rannsóknar hjá deildinni en Bielsa ætlar að gera þeim sem rannsaka málið auðvelt fyrir. Hann ljóstraði upp um það að hann hefði sent njósnara á æfingar hjá öllum þeim liðum sem Leeds hefði mætt á þessu tímabili.

„Ég hef nú þegar sagt að ég er ábyrgur, félagið ber ekki ábyrgð að neinu leyti. Manneskjan sem gerði þetta var að fylgja mínum fyrirmælum."

„Margir hafa gagnrýnt mig og segja þetta svindl. Félagið taldi nauðsynlegt að biðja Derby opinberlega afsökunar."

„Ég ætla að gera deildinni þetta auðvelt fyrir. Við höfum fylgst með öllum andstæðingum áður en við höfum spilað gegn þeim. Markmið mitt er að gera rannsóknina auðveldari."

„Ég ætla ekki að bera hegðun mína saman við neitt annað. Ég vil ekki verja mig með því að ráðast á aðra. Það sem ég gerði var ekki ólöglegt. Við getum rætt það hvort það sé rétt eða rangt, en það er ekki bannað."

„Ætlun mín var ekki slæm og ég ætlaði ekki að reyna að ná í ósanngjarnt forskot. Ég er með mitt sjónarhorn og Lampard (stjóri Derby) er með sitt. Hann telur þetta svindl. Ég verð að aðlagast enskum fótbolta," sagði Bielsa á blaðamannafundinum.



Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner