Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   mið 16. janúar 2019 07:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Heimir að fá samkeppni frá fyrrum aðstoðarmanni Mourinho
Mourinho og Rui Faria.
Mourinho og Rui Faria.
Mynd: Getty Images
Enskir fjölmiðlar segja að Rui Faria, fyrrum aðstoðarmaður Jose Mourinho, sé að gerast aðalþjálfari Al Duhail í Katar.

Faria hætti sem aðstoðarmaður Mourinho hjá Manchester United fyrir þetta tímabil, en Mourinho var rekinn frá United í desember síðastliðnum.

Daily Mail segir í grein sinni að Faria hafi flogið út til Katar í viðræður við félagið.

Al Duhail er ríkjandi meistari í Katar, en félagið hefur verið í þjálfaraleit eftir að Túnismaðurinn Nabil Maaloul var rekinn í síðustu viku.

Faria vann með Mourinho í 17 ár en mun nú fara að berjast við Heimi Hallgrímsson í efstu deild í Katar. Heimir þjálfar þar Al Arabi.

Mourinho er líka á leið til Katar, en þar mun hann sinna störfum sem sérfræðingur í sjónvarpi.
Athugasemdir
banner
banner
banner