Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   mið 16. janúar 2019 23:33
Brynjar Ingi Erluson
Lampard: Virkilega stoltur af mínum mönnum
Frank Lampard gat fagnað í kvöld
Frank Lampard gat fagnað í kvöld
Mynd: Getty Images
Frank Lampard, knattspyrnustjóri Derby County, var í skýjunum er lið hans komst áfram í næstu umferð FA-bikarsins í kvöld en liðið lagði Southampton í vítakeppni, 5-3.

Liðin þurfti að mætast öðru sinni eftir að fyrri leiknum, sem fór fram á heimavelli Derby, lauk með jafntefli. Dómgæslan var ekki með Derby í byrjun í kvölds en það þurfti VAR til að dæma mark af þeim í fyrri hálfleik.

Þegar atvikið er skoðað nánar virtist það var rangt metið hjá dómurum að dæma markið af. Southampton skoraði tvö mörk með stuttu millibili í síðari hálfleik en Derby kom til baka þar sem Harry Wilson skoraði úr aukaspyrnu og þá lagði hann upp síðara markið fyrir Martyn Waghorn.

Derby hafði síðan betur í vítakeppni og var Lampard sáttur með sína menn.

„Ég er virkilega ánægður fyrir hönda leikmanna og allra þeirra sem koma að liðinu. Ég er sérstaklega ánægður með framlagið og hvernig leikmennirnir brugðust við VAR þegar allt virtist vera á móti okkur. Vítakeppnin og hugrekkið í lokin toppaði þetta svo," sagði Lampard.

„Við höfum spilað tvo leiki gegn Southampton og svo höfum við átt erfiða leiki í deildinni líka þar sem við erum að spila gegn mjö öflugum andstæðingum. VInnuframlag drengjanna hefur verið magnað og það vantaði ekki heldur í kvöld."

„Ég vil þá þakka stuðningsmönnum því klukkan er núna orðin hálf 11 og þeir eru á leið til Derby núna og eiga líklega flestir að mæta í vinnu í fyrramálið, þannig ég verð að þakka þeim því það voru þeir sem hjálpuðu okkur að ná í þennan sigur,"
sagði hann í lokin.
Athugasemdir
banner
banner
banner