Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mið 16. janúar 2019 09:23
Arnar Helgi Magnússon
Man Utd í viðræðum við Tromsø um fjórtán ára leikmann
Powerade
Á förum?
Á förum?
Mynd: Getty Images
Skrifar Eriksen undir nýjan samning?
Skrifar Eriksen undir nýjan samning?
Mynd: Getty Images
Til Leicester?
Til Leicester?
Mynd: Getty Images
Þá er komið að daglega slúðurpakka bresku dagblaðanna. Það er nóg um að vera enda er félagsskiptaglugginn opinn. BBC tekur saman.


Ole Gunnar Solskjær ætlar að láta Marouane Fellaini fara í janúar fyrir 15 milljónir punda. AC Milan, Porto og Guangzhou Evergrande vilja öll fá leikmanninn. (Mirror)

Chelsea vonast eftir því að klára málin varðandi Gonzalo Higuain fyrir lok vikunnar. Liðið ætlar sér að fá framherjann. (Telagraph)

Gennaro Gattuso, þjálfari AC Milan, segir að Gonzalo Higuain sé ekki enn búinn að biðja formlega um það að fá að fara frá félaginu. (Evening Standard)

Christian Eriksen er ekki tilbúinn til þess að skrifa undir nýjan samning við Tottenham en Real Madrid er talinn vera næsti áfangastaður leikmannsins. (AS)

Arsenal vill belgíska kantmanninn Yannick Carrasco frá Dalian Yifang en liðið hefur ekki efni á leikmanninum nema að Mezut Özil verði seldur. (Fox Sports Asia)

Brendan Rodgers, þjálfari Celtic, er efstur á óskalista Leicester sem næsti þjálfari liðsins ef að Claude Puel verður rekinn. (Sun)

Arsenal er tilbúið að taka þátt í launakostnaði Mezut Özil ef hann fer á lán til AC Milan nú í janúar en leikmaðurinn er með 350.000 pund á viku. (Mirror)

West Ham hefur hafnað tilboði Fiorentina í Pedro Obian, miðjumann liðsins. (Sky Sports)

Barcelona leitar nú að framherja en á efstir á blaði eru Christian Stuani, leikmaður Girona, Fernando Llorente og Olivier Giroud. (Marca)

Kiko Casilla, markvörður Real Madrid, missti af æfingu liðsins í gær en hann flaug til Englands til þess að skrifa undir saming við Leeds. (AS)

Manchester City hefur engan áhuga á því að fá Isco frá Real Madrid. (ESPN)

Javier Hernandez, framherji West Ham, vill komast frá félaginu og þá til Valencia. Liðið er hinsvegar ekki tilbúið að selja leikmaninn nema að þeir kaupi annan framherja. (Guardian)

Manchester United er í viðræðum við Tromsø um hinn fjórtán ára gamla Isak Hansen-Aaroen en Everton og Liverpool eru einnig áhugasöm um leikmanninn. (Aftenposten, Manchester Evening News)

Arsenal vill fá James Rodriguez frá Bayern Munchen en hann er í eigu Real Madrid. Arsenal þyrfti að borga Real þrjár milljónir punda til þess að fá leikmanninn frá Bayern. (Mail)
Athugasemdir
banner
banner
banner