Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   mið 16. janúar 2019 10:35
Arnar Helgi Magnússon
Segir tvö ár í það að De Ligt verði besti varnarmaður í heimi
Mynd: Getty Images
Ronald Koeman, landsliðsþjálfari Hollands, segir að Matthijs de Ligt verði besti varnarmaður í heimi eftir tvö ár.

De Ligt hefur verið orðaður við stærstu félög í heimi undanfarna mánuði og ár en Barcelona, Bayern Munchen og Manchester City hafa öll verið að fylgjast með leikmanninum.

„De Ligt er sérstakur leikmaður fyrir ýmsar sakir. Hann spilar gríðarlega mikilvæga stöðu, miðvörður. Hann er fyrirliði Ajax og kemur úr þeirra akademíu."

„Hann er mjög teknískur og taktísk mjög gáfaður. Hann verður besti miðvörður í heimi eftir tvö ár, það er klárt," segir Koeman.

Matthijs de Ligt var valinn gulldrengurinn 2018, nafnbót sem er veitt efnilegasta U21 árs leikmanni Evrópu á hverju ári.

Athugasemdir
banner
banner
banner