Haaland, Toney, Gomes, Diomande, Gyokeres, Southgate, O'Neil, De Zerbi og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   mið 16. janúar 2019 08:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Spurður út í samanburð á Vinicus og Messi - „Góða nótt"
Vinicus Junior.
Vinicus Junior.
Mynd: Getty Images
Stuðningsmenn Real Madrid binda miklar vonir við brasilíska kantmanninn Vinicius Junior.

Vinicius er 18 ára gamall og kostaði hann Real Madrid 46 milljónir evra sumarið 2017. Hann kom til Real Madrid fyrir þetta tímabil og hefur hann í heildina spilað 14 leiki fyrir aðallið og skorað þrjú mörk.

Samkvæmt blaðamanni Sport þá er fólk í Madríd farið að líkja honum við sjálfan Lionel Messi, en blaðmaðurinn spurði Jordi Alba, bakvörð Barcelona út í þetta.

Svar Alba var einfaldlega: „Góða nótt," og greinilegt að hann er ekki sammála þessum samanburði.

Messi varð á dögunum fyrsti leikmaðurinn í sögu spænsku úrvalsdeildarinnar til að skora 400 mörk.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner