banner
   mið 16. janúar 2019 11:19
Arnar Helgi Magnússon
Telur að Wilson myndi henta Tottenham frábærlega
Til Tottenham?
Til Tottenham?
Mynd: Getty Images
Liam Rosenior, knattspyrnusérfræðingur á Sky, telur að Callum Wilson, framherji Bournemouth myndi henta Tottenham frábærlega.

Tottenham gæti þurfti að finna sér nýjan framherja eftir að þær fréttir bárust í gær að Harry Kane yrði frá í mánuð. Fernando Llorente hefur verið orðaður frá félaginu og Heung Min Son tekur þátt í Asíumótinu.

„Ég held að stuðningsmenn Tottenham séu að bíða eftir því að félagið kaupi leikmann. Pochettino hefur gert magnaða hluti hér,” sagði Rosenior.

„Liðið var nokkrum mínútum frá því að slá Juventus út úr Meistaradeildinni á síðasta ári og ég held að nú sé kominn sá tími að liðið taki næsta skref."

Þar nefnir Liam Rosenior að Callum Wilson myndi henta vel.

„Ef ég hugsa mér Callum Wilson í Tottenham þá gæti ég trúað því að hann myndi henta fullkomnlega í liðið. Ég er viss um að hann myndi ólmur vilja koma til Tottenham.”

„Hann gefur þeim mikinn hraða og er duglegur að hlaupa fyrir aftan varnirnar. Hann gæti orðið framtíðar leikmaður Totteham.”

Wilson hefur skorað níu mörk í tuttugu leikjum í ensku úrvalsdeildinni á leiktíðinni og gefið fimm stoðsendingar.
Athugasemdir
banner
banner
banner