banner
   mið 16. janúar 2019 16:16
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Verðmætasti leikmaður MLS endursemur í Atlanta
Mynd: Getty Images
Sóknarmaðurinn Josef Martinez hefur skrifað undir nýjan fimm ára samning við Atlanta United í MLS-deildinni.

Atlanta vann MLS-deildina á síðasta ári þrátt fyrir að vera aðeins á sínu öðru tímabili í deildinni. Martinez átti stóran þátt í því, en hann bætti markametið í MLS-deildinni yfir flest mörk skoruð á einu tímabili og var svo valinn verðmætasti leikmaður deildarinnar eftir sigur Atlanta á Portland í úrslitaleik.

„Ég verð að þakka öllum. Liðsfélögum mínum, borginni, fjölskyldu minni og vinum. Þetta er draumur sem ég hef alltaf átt. Ég hef sagt það áður að ég vil ekki fara neitt vegna þess að þetta er heimili mitt," sagði Martinez eftir undirskrift.

Þetta eru frábær tíðindi fyrir Atlanta sem stefnir auðvitað á að vinna MLS-deildina aftur á næsta tímabili undir stjórn Frank de Boer, sem tók við liðinu á dögunum.

Martinez er 25 ára gamall, en hann spilaði í Sviss og á Ítalíu áður en hann fór til Atlanta árið 2017.



Athugasemdir
banner
banner