Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mið 16. janúar 2019 22:13
Brynjar Ingi Erluson
Vieira og Henry skiptu stigunum bróðurlega á milli sín
Patrick Vieira og Thierry Henry voru samherjar hjá Arsenal en mættust í kvöld í allt öðru hlutverki
Patrick Vieira og Thierry Henry voru samherjar hjá Arsenal en mættust í kvöld í allt öðru hlutverki
Mynd: Getty Images
Það var nokkuð óvenjuleg stund er Mónakó og Nice gerðu 1-1 jafntefli í frönsku úrvalsdeildinni í kvöld en þar mættust þeir Patrick Vieira og Thierry Henry.

Henry og Vieira voru samherjar í mögnuðu liði Arsenal sem vann meðal annars ensku úrvalsdeildina tímabilið 2003-2004 og gerðu gott betur en það en liðið fór þá taplaust í gegnum tímabilið.

Þeir voru magnaðir saman á Englandi en í kvöld mættust þeir á hliðarlínunni.

VIeira er þjálfari Nice á meðan Henry þjálfar Mónakó. Allan Saint-Maximim kom Nice yfir í leiknum áður en Ihsan Sacko fékk að líta rauða spjaldið í liði Nice.

Benoit Badiashile jafnaði leikinn fyrir Mónakó á 50. mínútu og þar við sat. Þeir skiptu því stigunum bróðurlega sín á milli.

Staða liðanna er ólík en Mónakó er í 19. sæti með 15 stig á meðan Nice er í 6. sæti með 30 stig.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner