Man City ræðir um möguleg kaup á Ait-Nouri - Adarabioyo eftirsóttur - Newcastle vill Sesko
banner
   mið 16. janúar 2019 14:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Heimild: Sky Sports 
Watford ætlar ekki að missa sinn öflugasta miðjumann
PSG hefur áhuga á Doucoure.
PSG hefur áhuga á Doucoure.
Mynd: Getty Images
Watford ætlar sér ekki að missa miðjumanninn Abdoulaye Doucoure í þessum mánuði þrátt fyrir áhuga frá stórliðum á borð við Paris Saint-Germain.

Doucoure sagði á dögunum að hann yrði himinlifandi ef PSG myndi kaupa sig og fyrr í vikunni sagði hann við frönsku sjónvarpsstöðina Canal+ að hann væri að hugsa um að yfirgefa Watford til að spila í Meistaradeildinni.

Watford keypti Doucoure frá Stade Rennes fyrir 8 milljónir punda árið 2016, en félagið hefur engan áhuga á að selja hann núna.

Samkvæmt Sky Sports gæti staða Watford í þessu máli hins vegar breyst í sumar.

Watford er í sjöunda sæti ensku úrvalsdeildarinnar, en liðið stefnir á að ná sínum besta árangri frá stofnun ensku úrvalsdeildarinnar. Núverandi besti árangur félagsins er 13. sæti árið 2016.
Athugasemdir
banner
banner