Zidane hefur augastað á Man Utd - Guimaraes áfram hjá Newcastle - Bayern hefur ekki rætt við Rangnick
   fim 16. janúar 2020 06:30
Aksentije Milisic
Bent: Jordan Henderson mátti ekki klára æfingu
Bent og Henderson í leik með Sunderland.
Bent og Henderson í leik með Sunderland.
Mynd: Getty Images
Darren Bent, fyrrverandi liðsfélagi Jordan Henderson, hefur sagt frá áhugaverðri sögu um núverandi fyrirliða Liverpool. Þeir léku sama hjá Sunderland en Bent var þá framherji liðsins en Henderson var ungur leikmaður sem var að koma sér inn í aðal liðið á þessum tíma.

Bent sagði að hann sá strax að Henderson var með rosalegt viðhorf gagnvart fótboltanum. Eitt sinn var liðið á æfingu en þá þurfti Henderson að hætta og fékk ekki að klára æfinguna vegna þess að hann var með of hraðan hjartslátt.

„Henderson er eini leikmaðurinn sem ég sá á mínum ferli sem þurfti að vera látinn hætta á æfingu vegna þess að hann var með of hraðan hjartslátt," sagði Bent við TalkSport.

„Þjálfarinn sagði við hann að hann fengi hjartaáfall ef hann myndi klára æfinguna."

Henderson gekk í raðir Liverpool árið 2011 og hefur spilað stórkostlega á þessu tímabili.
Athugasemdir
banner
banner