sun 16. janúar 2022 12:07
Brynjar Ingi Erluson
Botman fer ekki í janúar - Ben Arfa búinn í læknisskoðun
Sven Botman
Sven Botman
Mynd: Getty Images
Hollenski varnarmaðurinn Sven Botman mun ekki yfirgefa franska félagið Lille í þessum glugga en þetta staðfestir forseti félagsins í viðtali við RMC.

Botman, sem er 22 ára gamall, var magnaður með Lille á síðustu leiktíð er liðið varð franskur meistari og hefur vakið áhuga margra stórliða í Evrópu.

Newcastle United hefur lagt fram nokkur tilboð í varnarmanninn, síðasta upp á 35 milljónir evra, en Lille hafnaði því. Hann fer ekkert í þessum glugga.

„Við fengum fyrirspurnir síðasta sumar í Sven en við sögðum skýrst frá því að við þurfum á honum að halda á þessu tímabili. Við komumst í Meistaradeildina og náðum að vinna riðilinn. Við erum með með stór verkefni á þessu tímabili þannig hann klárar tímabilið og hjálpar okkur að ná markmiðunum," sagði Oliver Létang, forsetinn.

Hann staðfesti þá að franski sóknartengiliðurinn Hatem Ben Arfa hafi staðist læknisskoðun hjá félaginu og kemur hann á frjálsri sölu eftir að hafa yfirgefið Bordeaux eftir síðustu leiktíð.

Lille ætlar ekki að semja við Ben Arfa fyrr en það er ljóst að tyrkneski landsliðsmaðurinn Yusuf Yazici gangi til liðs við CSKA Moskvu á láni. Það ætti að skýrast á næstu dögum.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner