Zidane hefur augastað á Man Utd - Guimaraes áfram hjá Newcastle - Bayern hefur ekki rætt við Rangnick
   sun 16. janúar 2022 06:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Metár hjá Mola í verkefninu Komdu í fótbolta
Mynd: KSÍ
Verkefnið "Komdu í fótbolta með Mola" var í gangi síðastliðið sumar og var það tvöfalt stærra í sniðum en árin 2019 og 2020. Moli, Siguróli Kristjánsson, fór í 60 heimsóknir um allt land og hitti rúmlega 1200 börn.

Verkefnið byrjaði árið 2019 og hefur Moli haft umsjón með því frá byrjun. Hann hefur sett upp fótboltabúðir víða um landið til að efla áhuga iðkenda og styðja við bakið á knattspyrnustarfinu á staðnum.

Árið 2021 var farið á 26 nýja staði frá árunum á undan og því tók fjöldi barna sem mættu á viðburðina mikinn kipp. Alls staðar þar sem Moli mætti með panna völlinn var mikil gleði og ánægja og var stór hluti barnanna að koma þriðja árið í röð.

„Markmið verkefnisins er að heimsækja minni sveitarfélög og hitta börnin á svæðinu. Með í för er svokallaður Panna-völlur, sem vekur allsstaðar lukku, og svo gefur Moli börnunum einnig litlar gjafir. Þetta árið útvegaði Landsbankinn gjafir og fengu börnin flís hálskraga," segir í tilkynningu frá KSÍ.

Á vefsíðu KSÍ er hægt að skoða alla staðina sem Moli heimsótti í fyrra. Smelltu hérna til að skoða síðuna.
Athugasemdir
banner
banner