Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mán 16. janúar 2023 11:42
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Fólkið sem semur reglurnar hafi ekki hundsvit á leiknum
Hafði Rashford áhrif á leikinn?
Hafði Rashford áhrif á leikinn?
Mynd: EPA
Manchester United vann dramatískan sigur gegn nágrönnum sínum í Manchester City í ensku úrvalsdeildinni um liðna helgi.

Jöfnunarmark Bruno Fernandes var ansi umdeilt. Casemiro átti þá sendingu inn fyrir vörn City. Marcus Rashford var í rangstöðu en snerti ekki boltann. Fernandes skaut á markið rétt fyrir utan teig City og endaði boltinn í netinu.

Staðan orðin 1-1 og átti hún eftir að breytast í 2-1 fyrir skömmu síðar sem svo urðu lokatölurnar.

Margir eru á því að Rashford hafi með hlaupi sínu haft áhrif á það hvernig þeir Manuel Akanji, Kyle Walker og jafnvel Ederson vörðust. Dómari leiksins var hins vegar ekki sammála því.

Petr Cech, fyrrum markvörður Chelsea, var á meðal þeirra sem tjáðu sig um markið um helgina.

„Fyrra mark United sannar það að fólkið sem semur reglurnar hefur ekki hundsvit á leiknum sjálfum," skrifar Cech einfaldlega.

Sjá einnig:
Dómarinn tók ákvörðun og ekki um augljós mistök að ræða


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner