Arsenal endurnýjar áhuga á Luiz - Man Utd reynir við Todibo - Tottenham vill Sudakov
   lau 16. febrúar 2019 12:58
Ívan Guðjón Baldursson
Æfingaleikir: ÍA vann Selfoss - KH skoraði sjö
Mynd: Ingunn Hallgrímsdóttir
ÍA lagði Selfoss að velli með fjórum mörkum gegn tveimur er liðin mættust í æfingaleik í dag.

Selfyssingar komust yfir snemma í leiknum þegar leikmaður númer 18 skoraði eftir atgang í vítateig heimamanna.

Þórður Þorsteinn Þórðarson jafnaði úr vítaspyrnu og kom Jón Gísli Eyland Gíslason heimamönnum yfir og staðan 2-1 í hálfleik.

Hrvoje Tokic jafnaði skömmu eftir leikhlé og var staðan jöfn þar til heimamenn skiptu um gír á lokakaflanum. Mörk frá Hlyni Sævari Jónssyni og Marteini Theodórssyni tryggðu Skagamönnum sigurinn.

Næsti keppnisleikur ÍA er gegn Stjörnunni í Lengjubikarnum þriðjudaginn 26. febrúar. Selfoss á næst leik við Þrótt Vogum á laugardaginn eftir viku.

KH skoraði þá sjö mörk í æfingaleik gegn Mídas í gær. Eyþór Örn Þorvaldsson lék á alls oddi og setti fjögur á meðan Pétur Máni Þorkelsson gerði tvö og Bessi Jóhannsson eitt.

ÍA 4 - 2 Selfoss
0-1 Markaskorara vantar ('9)
1-1 Þórður Þorsteinn Þórðarson ('22, víti)
2-1 Jón Gísli Eyland Gíslason ('29)
2-2 Hrvoje Tokic ('58)
3-2 Hlynur Sævar jónsson ('83)
4-2 Marteinn Theodórsson ('85)

KH 7 - 1 Mídas
Eyþór Örn Þorvaldsson (4)
Pétur Máni Þorkelsson (2)
Bessi Jóhannsson
Athugasemdir
banner
banner
banner