Arsenal endurnýjar áhuga á Luiz - Man Utd reynir við Todibo - Tottenham vill Sudakov
   lau 16. febrúar 2019 16:13
Ívan Guðjón Baldursson
Andri Rúnar skoraði - Kristrún vann með Roma
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Andri Rúnar Bjarnason skoraði í 3-1 sigri Helsingborg gegn Trelleborg í dag.

Andri skoraði fyrsta mark leiksins og voru heimamenn 3-0 yfir í hálfleik.

Þetta var æfingaleikur enda er undirbúningstímabilið í gangi í Svíþjóð um þessar mundir en bikarkeppnin hefst í lok mars.

Kristrún Rut Antonsdóttir lék þá fyrstu 65 mínúturnar er Roma lagði Orobica í efstu deild kvenna á Ítalíu.

Roma er þar í fjórða sæti, níu stigum frá Meistaradeild.

Helsingborg 3 - 1 Trelleborg
1-0 Andri Rúnar Bjarnason
2-0 R. Jonsson ('24)
3-0 Wanderson ('40)
3-1 E. Andersson ('51)

Orobica 2 - 3 Roma
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner