Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   lau 16. febrúar 2019 09:10
Fótbolti.net
Bjarni Ólafur, Blikar og boltamál á X977 í dag
Bjarni Ólafur Eiríksson.
Bjarni Ólafur Eiríksson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Íslenski boltinn ræður ríkjum í útvarpsþættinum Fótbolti.net á X977 í dag milli 12 og 14 á X977. Þætti fólksins í landinu.

Benedikt Bóas verður með Elvari í fjarveru Tómasar og þeir taka á móti góðum gestum.

Fyrsti gestur er Bjarni Ólafur Eiríksson sem hefur haft í nægu að snúast að lyfta bikurum með Val undanfarin ár.

Svo mætir sérfræðingur þáttarins í fótboltapólitík, Þórir Hákonarson, og fer meðal annars yfir ársþing KSÍ og hverju það skilaði.

Síðast en alls ekki síst er það Eysteinn Pétur Lárusson, framkvæmdastjóri Breiðablik. Blikar hafa mikið verið í umræðunni að undanförnu.

Útvarpsþátturinn Fótbolti.net er á X-inu alla laugardaga kl. 12-14. Umsjónarmenn þáttarins eru Tómas Þór Þórðarson og Elvar Geir Magnússon. Hægt er að finna þá á X samfélagsmiðlinum undir @tomthordarson og @elvargeir.

Smelltu hér til að hlusta á upptökur úr eldri þáttum.

Þú getur hlustað á X-ið á netinu með því að smella hérna

Athugasemdir
banner