Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   lau 16. febrúar 2019 05:55
Ívan Guðjón Baldursson
England í dag - Newport mætir Manchester City
Mynd: Getty Images
Mynd: Getty Images
Enska úrvalsdeildin er kannski í pásu yfir helgina en það er nóg um að vera í 16-liða úrslitum enska bikarsins og Championship deildinni.

Athygli er vakin á því að í bikarnum er nú leikið til þrautar, framlenging og vítaspyrnukeppni ef þörf er á.

Í dag verður sýnt beint frá fjórum leikjum úr enska boltanum á Stöð 2 Sport og Sport 3.

Veislan hefst á bikarleik Brighton gegn Derby County, en Brighton þurfti framlengingu til að slá West Brom úr leik í síðustu umferð. Lærisveinar Frank Lampard hjá Derby eru ekki mikið síðri en West Brom og því hægt að búast við hörkuleik.

Wimbledon, sem vermir botnsæti C-deildarinnar, sló West Ham óvænt úr leik í síðustu umferð og tekur á móti Millwall í dag, áður en D-deildarlið Newport County fær Englandsmeistara Manchester City í heimsókn.

Newport hefur komið skemmtilega á óvart í bikarnum og er komið í 16-liða úrslit eftir óvænta sigra gegn Leicester City og Middlesbrough.

Það verður þó allt annar leikur í boði í dag þar sem Man City er með markatöluna 12:0 eftir aðeins tvo leiki í bikarnum, gegn Rotherham og Burnley.

Þá koma tvö Íslendingalið við sögu í Championship deildinni og verður heimaleikur Aston Villa gegn West Brom sýndur beint.

Um afar spennandi leik er að ræða þar sem liðin eru að keppast um að komast aftur upp í ensku úrvalsdeildina. Ólíklegt er að Birkir Bjarnason verði með þar sem hann hefur misst af síðustu fjórum leikjum Aston Villa og virðist ekki vera í byrjunarliðsáformum Dean Smith þjálfara.

Jón Daði Böðvarsson hefur ekki heldur verið að fá mikinn spilatíma að undanförnu og verður líklega ekki í byrjunarliði Reading gegn Sheffield United.

Enski bikarinn:
12:30 Brighton - Derby (Stöð 2 Sport)
15:00 Wimbledon - Millwall (Stöð 2 Sport)
17:30 Newport - Man City (Stöð 2 Sport)

Championship:
13:00 Rotherham - Sheffield Wed.
15:00 Aston Villa - West Brom (Stöð 2 Sport 3)
15:00 Sheffield Utd. - Reading
15:00 Bolton - Norwich
15:00 Ipswich - Stoke
15:00 Preston - Nottingham
Athugasemdir
banner
banner
banner