Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   lau 16. febrúar 2019 15:00
Hafliði Breiðfjörð
Gulli Jóns: Náði að ljúga mig út af geðdeildinni
Gunnlaugur Jónsson.
Gunnlaugur Jónsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hilmar Þór
,,Ég var tekinn í próf rétt fyrir jól og athugað hvort ég væri ekki orðinn frískur.   Mér er hleypt út og það stóð í þrjá daga og pabbi keyrði mig aftur inn á geðdeild á annan í jólum.''
,,Ég var tekinn í próf rétt fyrir jól og athugað hvort ég væri ekki orðinn frískur. Mér er hleypt út og það stóð í þrjá daga og pabbi keyrði mig aftur inn á geðdeild á annan í jólum.''
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
,,Það er enginn svartur tími á geðdeild, maður er á einhverju flugi og aðrir vitleysingar líka.''
,,Það er enginn svartur tími á geðdeild, maður er á einhverju flugi og aðrir vitleysingar líka.''
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Í Podcastþættinum Miðjunni hér á Fótbolta.net sagði Gunnlaugur Jónsson frá veikindum sem hann hefur glímt við og eru ástæða þess að hann hætti þjálfun Þróttar í vikunni.

Hlustaðu á Gunnlaug í Miðjunni hér eða í Podcast forritum
- Miðjan - Gulli Jóns opnar sig um sjúkdóm sinn
- Gulli Jóns: Var ansi nálægt því að vera með maníu
- Gulli Jóns: Tvær langar greinar um hvað mætti fara betur hjá ÍA

Hann er með geðhvarfasýki sem hann greindist fyrst með árið 1992, þá aðeins 18 ára gamall. Eftir að hafa æft með Aberdeen í Skotlandi þá um haustið veikist hann, kemur heim í desember og er strax lagður inn á geðdeild.

Þar greinist hann með sjúkdóm sem bæði móðir hans og amma höfðu glímt lengi við.

„Ég hafði horft upp á erfiða mánuði hjá móður minni. Ég man fyrst eftir að hún hafi fengið sjúkdóminn þegar ég var 10-12 ára. Þá var ég með henni heilt sumar í Reykjavík hjá bróður hennar, Halldóri Einarssyni í Henson."

„Amma var oftar veik og maður kunni alveg að greina þegar annað hvort mamma eða amma voru veikar eða frískar. Það er himin og haf þar á milli og oft þurftu þær báðar að fara innn á geðdeild,"
sagði Gulli sem greinist svo sjálfur með sjúkdóminn og segir að það hafi verið vonbrigði.

„Að sjálfsögðu voru það mikil vonbrigði. Maður er líka að koma upp í ótrúlega sterkum kjarna á Akranesi og ég vissi ekkert hvort ég gæti farið inn á fótboltavöll aftur. En blessunarlega náði ég góðri heilsu aftur," sagði Gulli.

Hann var á þessum tíma í 2. flokki ÍA þar sem hann var með sterkari leikmönnum og með unglingalandsleiki að baki. Hann var þó ekki farinn að banka á dyrnar hjá meistaraflokknum sem var gríðarlega sterkur á þessum árum.

„Ég hugsa að það hefði truflað meira ef ég hefði verið kominn inn í þetta sterka lið sem þá var. Haustið 1993 kemst ég á ágætisskrið og byrja að æfa með liðinu í nokkra mánuði þó ég hafi ekki farið á bekkinn. Blessunarlega náði ég að halda sjúkdómnum í skefjum."

Gulli hafði árið áður æft á reynslu með Aberdeen í Skotlandi þar sem hann veikist fyrst og í byrjun desember 1992 þegar hann kom heim þaðan var hann strax lagður inn á geðdeild.

„Ég var inni á geðdeild nánast allan desember mánuð. Ég náði einhvern veginn að ljúga mig út. Það var ekki meðvitað en ég var tekinn í próf rétt fyrir jól og athugað hvort ég væri ekki orðinn frískur. Mér er hleypt út og það stóð í þrjá daga og pabbi keyrði mig aftur þangað á annan í jólum," sagði hann.

Fáir í þessu samfélagi alheilir
Gulli var inni á geðdeild fram í janúar mánuð árið eftir en hvernig var að vera þar inni?

„Það er allt í lagi, maður er hátt uppi og það eru aðrir slíkir. Það er enginn svartur tími, maður er á einhverju flugi og aðrir vitleysingar líka. Við spjöllum um eitt og annað og þetta er ekkert verst í heimi," sagði Gulli.

Þegar hann sat í viðtalinu og ræddi sjúkdóminn sást á honum að það lifnaði yfir honum þegar hann ræddi hvernig hann væri í maníu og virtist hafa húmor fyrir sjálfum sér.

„Karakterinn minn er svolítið manískur og mál geta heltekið mig. Það hefur gerst í fótboltanum og fjölmiðlunum. Þá er þetta þráhyggja og það stoppar mig ekkert. Þetta getur verið kostur líka, en galli."

Gulli segir að hann hafi aldrei verið feiminn við að ræða sjúkdóminn en hafi ekki fengið tækifæri til þess. Þó hafi fólkið í kringum hann á Akranesi vitað af þessu.

„Það sem er jákvætt við samfélagið í dag er að það er mikið opnari umræða um geðsjúkdóma og annað sem hrjáir fólk. Vonandi er ég fyrirmynd fyrir einhverja. Þetta er ekkert feiminismál og fólk á að vera óhrætt að ræða hlutina. Það eru fáir í þessu samfélagi alheilir, það eru allir með eitthvað að díla við."
Athugasemdir
banner
banner
banner