Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   lau 16. febrúar 2019 10:48
Hafliði Breiðfjörð
Gulli Jóns: Tvær langar greinar um hvað mætti fara betur hjá ÍA
Gunnlaugur í leik með ÍA sumarið 2005.
Gunnlaugur í leik með ÍA sumarið 2005.
Mynd: Boltamyndir
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Gunnlaugur Jónsson var í viðtali við Miðjuna á Fótbolta.net í vikunni þar sem hann sagði frá geðhvarfasýki sem hann hefur glímt við frá því árið 1992 þegar hann var 18 ára gamall.

Hlustaðu á Gunnlaug í Miðjunni hér eða í Podcast forritum
- Miðjan - Gulli Jóns opnar sig um sjúkdóm sinn
- Gulli Jóns: Var ansi nálægt því að vera með maníu

Hann segir til dæmis frá því þegar sjúkdómurinn kemur fyrst upp en þá var hann ungur að árum og fór til Skotlands þar sem hann var við æfingar hjá Aberdeen.

„Ég veiktist mjög illa 18 ára gamall af þessum sjúkdóm. Mér gekk ekkert sérstaklega vel í skóla og var í smá brasi. Gunnar Sigurðsson sem er mér sem annar faðir og góður fjölskylduvinur nefnir hvort ég vilji ekki taka haustið í að fara út að æfa," sagði Gulli.

„Það gekk mjög vel. Mér var ætlað að æfa með U19 ára liðinu en fór fljótlega inn á æfingar hjá aðalliðinu. Ég veikist þá stuttu áður en ég á að koma heim. Ég kom heim í byrjun desember og var fárveikur. "

„Þetta lýsir sér þannig að maður fer mjög hátt upp og ég held að ég hafi skrifað tvær langar greinargerðir um hvað mætti betur fara hjá knattspyrnufélagi ÍA. Ég sendi það á Gunnar og ég sendi líka á Sigurð Sverrisson hjá Skagablaðinu. Ég held að það hafi verið 16 blaðsíðna ritgerð um hvaða hugmyndir ég hefði til að bæta það blað. Þá var ég fárveikur."


Gulli fór svo heim frá Skotlandi og þá var strax gripið inní enda ljóst að hann hafði erft sjúkdóminn sem bæði móðir hans og móðuramma hafa glímt við.

„Foreldrar mínir voru fljót að sjá að ég væri ekki alveg heill og ég var inni á geðdeild út það ár og inn í árið 1993. Þegar ég kom út af geðdeildinni var ég mjög þungur og held ég hafi sofið fram á vor."

Gulli segir svo frá því að hann hafi ekki fundið fyrir sjúkdómnum aftur fyrr en nokkrum árum síðar þegar hann var hjá Örebro í Svíþjóð. Þangað var hann kominn til að verða arftaki Sigurðar Jónssonar í vörn liðsins.

„Ég fékk rautt spjald í einum af síðustu æfingaleikjunum fyrir mót og fór í viðtal þar sem ég sagði eitthvað misgáfulegt um þjálfarann. Ég taldi mér allavega trú um það en viðtalið kom reyndar ágætlega út þegar blaðið kom út. Ég svaf samt ekkert um nóttina og fann að það var stutt í að ég myndi veikjast aftur. Þetta snýst um að ef maður sefur ekki reglulega og eðlilega þá er maður í hættu."
Athugasemdir
banner
banner
banner